Thierry Henry hefur tjáð belgíska fótboltasambandinu að hann vilji taka við landsliðsþjálfarastarfinu af Roberto Martínez.
Henry var aðstoðarmaður Martínez sem lét af störfum eftir að liðið féll úr leik á HM í Katar. Belgar eru nú í þjálfaraleit.
Henry var aðstoðarmaður Martínez sem lét af störfum eftir að liðið féll úr leik á HM í Katar. Belgar eru nú í þjálfaraleit.
Henry hefur í tvígang starfað sem aðstoðarþjálfari Belga, núna síðan 2021.
Martínez var á gríðarlega háum launum og ljóst að næsti þjálfari mun þéna mun minna. Það truflar þó ekki Henry samkvæmt belgískum fjölmiðlum.
Sóknarmaðurinn Romelu Lukaku sagði í viðtali að Henry væri rétti maðurinn í starfið.
„Í mínum huga á Henry að verða næsti landsliðsþjálfari Belgíu, það er enginn vafi. Ég segi það opinberlega: Hann verður næst þjálfari. Henry hefur virðingu allra leikmanna og er búinn að vinna allt," sagði Lukaku.
Belgíska liðið stóð engan veginn undir væntingum á HM en liðið er farið að eldast. Það verkefni bíður nýs þjálfara að endurnýja liðið.
Athugasemdir