Evan Ferguson, framherji Brighton, var lánaður til West Ham á lokadegi félagaskiptagluggans í janúar til að fá leikreynslu.
Það var mikið rætt og ritað um Ferguson tímabilið 2022-2023 þá aðeins 18 ára gamall. Hann skoraði 10 mörk í öllum keppnum og var valinn besti ungi leikmaður Brighton það tímabilið.
Hann hefur hins vegar ekki náð að fylgja því nægilega vel eftir og hefur verið mest megnis varamaður undir stjórn Fabian Hurzeler. Þýski stjórinn treystir því hins vegar að framherjinn eigi framtíðina fyrir sér hjá félaginu.
„Ég óska honum alls hins besta, hann er stórkostlegur leikmaður og manneskja. Ég vona að hann skori og leggi upp mörg mörk. Aðalatriðið er að hann fái sjálfstraustið aftur. Já, ég sé fyrir mér að hann eigi framtíðina fyrir sér hjá félaginu," sagði Hurzeler.
Athugasemdir