Marcelo hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir afar farsælan feril. Hann opinberaði þetta með flottu myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlum.
Marcelo er 36 ára gamall og var í mikilvægu hlutverki er Fluminense vann titil í heimalandinu, Brasilíu, á síðustu leiktíð auk þess að sigra suður-amerísku Meistaradeildina, Copa Libertadores.
Marcelo er 36 ára gamall og var í mikilvægu hlutverki er Fluminense vann titil í heimalandinu, Brasilíu, á síðustu leiktíð auk þess að sigra suður-amerísku Meistaradeildina, Copa Libertadores.
Hann lenti svo í riflildi við þjálfara liðsins sem varð til þess að hann vildi fara og komst að samkomulagi um starfslok.
Marcelo hefur síðan þá verið án félags og hefur hann núna ákveðið að leggja skóna á hilluna.
Marcelo er langþekktastur fyrir tíma sinn hjá Real Madrid frá 2007 til 2022. Þar lék hann 546 leiki og skoraði 38 mörk ásamt því að vinna allt sem hægt er að vinna.
Um er að ræða líklega einn mesta sigurvegara í sögu fótboltans.
Forever grateful ????#M12 pic.twitter.com/k8GP19sybd
— Marcelotwelve (@MarceloM12) February 6, 2025
Athugasemdir