Real Madrid kvartaði undan dómgæslunni í tapi liðsins gegn Espanyol um síðustu helgi. Eftir tapið er liðið aðeins með eins stigs forystu á granna sína í Atletico.
Real Madrid vildi að Carlos Romero fengi rautt spjald fyrir brot á Kylian Mbappe en Romero skoraði síðan sigurmarkið undir lok leiksins.
Félagið sendi spænsku deildinni bréf og Carlo Ancelotti, stjóri Real, sagði þessa ákvörðun dómaranna óútskýranlega. Þá mættu leikmenn liðsins ekki í viðtal eftir leikinn.
Javier Tebas, forseti La Liga, fordæmir hegðun Real Madrid í þessu máli. Spænskir fjölmiðlar greina frá því að dómarasambandið hafi haldið neyðarfund í vikunni og íhugi að fara í verkfall þar sem pressan er orðin of mikil.
Posts from the soccer
community on Reddit
Athugasemdir