Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 06. mars 2021 23:20
Victor Pálsson
Karius ekki að leitast eftir því að snúa aftur
Mynd: Getty Images
Lloris Karius, markvörður Liverpool, er opinn fyrir því að vera lengur í Þýskalandi en hann er í láni hjá Union Berlin í efstu deild þar í landi.

Karius hefur ekkert fengið að spila fyrir Liverpool síðan hann gerði tvö stór mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2018 þar sem enska liðið tapaði gegn Real Madrid.

Síðan þá hefur Karius spilað með Besiktas on nú Union á láni en hann virðist ekki leita að fleiri tækifærum á Anfield.

Miðað við orð Þjóðverjans er hann ánægður í Þýskalandi þrátt fyrir að hafa aðeins leikið fimm leiki í öllum keppnum á leiktíðinni.

Karius hefur þó leikið fjóra af síðustu fimm leikjum liðsins og er hægt og rólega að vinna sér inn byrjunarliðssæti.

„Ég er enn samningsbundinn Liverpool til ársins 2022 en ég get séð mig halda áfram í Berlin ef allt gengur upp," sagði Karius.

„Ég er ekki bara að stoppa við hérna. Hugarfar fólksins hér og liðsandinn henta mér. Ég er með báða fætur á jörðinni þó að ég keyri um á dýrum bíl."

„Mér líður mjög vel í Berlin og hjá Union. Auðvitað vil ég fá að spila en ef það væri ekki raunin þá hefði ég ekki tapað neinu með því að koma hingað."
Athugasemdir
banner
banner
banner