Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 06. mars 2021 08:30
Brynjar Ingi Erluson
PSG í samningaviðræðum við 17 ára ungstirni
Xavi Simons kom við sögu í franska bikarnum
Xavi Simons kom við sögu í franska bikarnum
Mynd: Getty Images
Franska félagið Paris Saint-Germain er að undirbúa samningaviðræður við hollenska miðjumanninn Xavi Simons en France Bleu greinir frá þessu.

Simons er 17 ára gamall og uppalinn í Barcelona. Hæfileikar hans hafa vakið mikla athygli, svo mikla að Mino Raiola ákvað að gerast umboðsmaður hans.

Hollendingurinn knái spilaði með unglingaliðum Barcelona áður en hann ákvað að semja við Paris Saint-Germain árið 2019.

Hann hefur leikið með unglinga- og varaliði félagsins en hann kom við sögu í franska bikarnum á tímabilinu og spilaði þar tólf mínútur.

Samningur hans við PSG rennur út á næsta ári en franska félagið er að undirbúa samningaviðræður við leikmanninn. Mörg félög hafa sýnt því áhuga á að fá hann en franska félagið vill ómögulega missa hann á frjálsri sölu.
Athugasemdir
banner
banner