Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 06. apríl 2021 23:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fannst Brych ósanngjarn í garð Mane
Sadio Mane.
Sadio Mane.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var ekki sáttur með þá meðferð sem Sadio Mane fékk hjá þýska dómaranum Felix Brych í leiknum gegn Real Madrid í Meistaradeildinni í kvöld.

„Það sem dómarinn gerði í kvöld, ég skil það ekki," sagði Klopp eftir leikinn að því er kemur fram hjá The Guardian.

„Það er var eitthvað persónulegt í gangi því hann tók á Sadio eins og hann væri dýfari eða eitthvað."

Liverpool-menn voru ósáttir með að annað mark Real fengi að standa, þeir vildu fá brot dæmt í aðdragandanum - þeim fannst brotið á Mane.

„Sadio fékk ekki neitt frá því augnabliki. Það er ekki réttlátt. Ég sagði það við dómarann eftir leikinn; mér fannst hann ósanngjarn við Sadio. Það breytir samt engu. Hann tapaði ekki leiknum fyrir okkur. Við vorum ekki nægilega góðir."
Athugasemdir
banner
banner
banner