„Við stjórnuðum kannski leiknum, en Haukar áttu skilið að vinna. Við áttum ekki skilið að vinna," sagði Gregg Ryder, þjálfari Þróttar Reykjavíkur, eftir 2-1 tap gegn Haukum á heimavelli í dag.
Gregg var skiljanlega mjög svekktur með úrslitin, en þetta var fyrsti leikur liðsins í Inkasso-deildinni á tímabilinu. Þróttarar eru komnir í deildina á ný eftir að hafa fallið úr Pepsi-deildinni.
Gregg var skiljanlega mjög svekktur með úrslitin, en þetta var fyrsti leikur liðsins í Inkasso-deildinni á tímabilinu. Þróttarar eru komnir í deildina á ný eftir að hafa fallið úr Pepsi-deildinni.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 - 2 Haukar
„Við vorum stjórnina, en þú getur stjórnað leikjum án þess að vinna þá," sagði Gregg enn fremur.
Þróttur missti Sveinbjörn Jónasson af velli með rautt spjald eftir korter í seinni hálfleiknum, en Gregg telur að sínir menn hefðu unnið leikinn, hefðu þeir ekki misst mann af velli.
„Ef leikurinn hefði haldist 11 á móti 11, þá trúi ég að við hefðum unnið leikinn, en ákvörðun var tekin."
Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir