KR-ingurinn Finnur Tómas Pálmason er að ganga aftur til liðs við KR. Hann er í dag leikmaður Norrköping en hann gekk í raðir félagsins í janúar frá uppeldisfélaginu.
Finnur kemur á láni til KR og kemur til með að auka breiddina í varnarlínu félagsins. Miðvörðurinn lendir á Íslandi í dag.
Finnur kemur á láni til KR og kemur til með að auka breiddina í varnarlínu félagsins. Miðvörðurinn lendir á Íslandi í dag.
Hann var í leikmannahópi Norrköping í fyrstu tveimur umferðum Allsvenskan en var utan hóps í síðustu tveimur leikjum liðsins. Hann hafði byrjað einn bikarleik í vetur en einnig glímt við meiðsli.
Finnur á að baki 25 landsleiki fyrir yngri landsliðin, þar af tvo leiki í lokakeppni EM U21 í mars.
Miðvörðurinn, sem varð tvítugur í febrúar, varð Íslandsmeistari með KR árið 2019 á sinni fyrstu leiktíð í meistaraflokki félagsins. Fótbolti.net greindi fyrstur miðla frá því á mánudag að Finnur gæti verið á leið aftur heim í KR.
Næsti leikur KR er gegn KA á morgun í 2. umferð deildarinnar og svo gegn Fylki á miðvikudag í 3. umferð. KR vann Breiðablik 2-0 í fyrstu umferð og deilir toppsæti deildarinnar með Val, FH og Víkingi. Finnur fer í sóttkví við komuna til Íslands og verður því ekki með á morgun.
Athugasemdir