Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   fös 06. maí 2022 20:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Matti Villa: Solskjær bjó þetta til
Matthías í leik með FH í sumar.
Matthías í leik með FH í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Þetta var kaflaskiptur leikur. Ég er svekktur að vinna ekki, en úr því sem komið var undir lokin þá er ég nokkuð sáttur. Ég er mjög sáttur með frammistöðuna," sagði Matthías Vilhjálmsson, leikmaður FH, eftir 2-2 jafntefli gegn Val í Bestu deildinni í kvöld.

FH-ingar leiddu í hálfleik en misstu frá sér forskotið í seinni hálfleiknum. Matthías bjargaði stiginu fyrir sína menn.

Lestu um leikinn: FH 2 -  2 Valur

„Mér fannst við spila mun, mun betur en á móti Blikum. Aðstæður voru ekki sérstakar en ég held að við höfum skemmt áhorfendum," sagði Matthías.

Var þetta besti leikur Matta á tímabilinu til þessa? Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, hrósaði honum eftir leik.

„Ég var betri á móti Fram fannst mér. Heimir er gamall refur sem hjálpaði mér mikið á sínum tíma. Þetta var ágætis leikur gegn hörkuliði Vals. Hólmar (Örn Eyjólfsson) var erfiður í dag. Ég er nokkuð sáttur."

Um markið sitt sagði hann: „Ég hef gert þetta nokkuð oft á æfingum í vetur... Ég held að hann hafi farið í gegnum klofið í fjær. Þetta er gamalt trix, Ole Gunnar Solskjær bjó þetta til. Þetta þarf ekki alltaf að vera fast, þú þarft bara að koma markverðinum á óvart. Sem betur fer fór hann inn."

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner