Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   fös 06. maí 2022 20:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Matti Villa: Solskjær bjó þetta til
Matthías í leik með FH í sumar.
Matthías í leik með FH í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Þetta var kaflaskiptur leikur. Ég er svekktur að vinna ekki, en úr því sem komið var undir lokin þá er ég nokkuð sáttur. Ég er mjög sáttur með frammistöðuna," sagði Matthías Vilhjálmsson, leikmaður FH, eftir 2-2 jafntefli gegn Val í Bestu deildinni í kvöld.

FH-ingar leiddu í hálfleik en misstu frá sér forskotið í seinni hálfleiknum. Matthías bjargaði stiginu fyrir sína menn.

Lestu um leikinn: FH 2 -  2 Valur

„Mér fannst við spila mun, mun betur en á móti Blikum. Aðstæður voru ekki sérstakar en ég held að við höfum skemmt áhorfendum," sagði Matthías.

Var þetta besti leikur Matta á tímabilinu til þessa? Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, hrósaði honum eftir leik.

„Ég var betri á móti Fram fannst mér. Heimir er gamall refur sem hjálpaði mér mikið á sínum tíma. Þetta var ágætis leikur gegn hörkuliði Vals. Hólmar (Örn Eyjólfsson) var erfiður í dag. Ég er nokkuð sáttur."

Um markið sitt sagði hann: „Ég hef gert þetta nokkuð oft á æfingum í vetur... Ég held að hann hafi farið í gegnum klofið í fjær. Þetta er gamalt trix, Ole Gunnar Solskjær bjó þetta til. Þetta þarf ekki alltaf að vera fast, þú þarft bara að koma markverðinum á óvart. Sem betur fer fór hann inn."

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner