Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   fös 06. maí 2022 20:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Matti Villa: Solskjær bjó þetta til
Matthías í leik með FH í sumar.
Matthías í leik með FH í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Þetta var kaflaskiptur leikur. Ég er svekktur að vinna ekki, en úr því sem komið var undir lokin þá er ég nokkuð sáttur. Ég er mjög sáttur með frammistöðuna," sagði Matthías Vilhjálmsson, leikmaður FH, eftir 2-2 jafntefli gegn Val í Bestu deildinni í kvöld.

FH-ingar leiddu í hálfleik en misstu frá sér forskotið í seinni hálfleiknum. Matthías bjargaði stiginu fyrir sína menn.

Lestu um leikinn: FH 2 -  2 Valur

„Mér fannst við spila mun, mun betur en á móti Blikum. Aðstæður voru ekki sérstakar en ég held að við höfum skemmt áhorfendum," sagði Matthías.

Var þetta besti leikur Matta á tímabilinu til þessa? Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, hrósaði honum eftir leik.

„Ég var betri á móti Fram fannst mér. Heimir er gamall refur sem hjálpaði mér mikið á sínum tíma. Þetta var ágætis leikur gegn hörkuliði Vals. Hólmar (Örn Eyjólfsson) var erfiður í dag. Ég er nokkuð sáttur."

Um markið sitt sagði hann: „Ég hef gert þetta nokkuð oft á æfingum í vetur... Ég held að hann hafi farið í gegnum klofið í fjær. Þetta er gamalt trix, Ole Gunnar Solskjær bjó þetta til. Þetta þarf ekki alltaf að vera fast, þú þarft bara að koma markverðinum á óvart. Sem betur fer fór hann inn."

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner