Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   þri 06. júní 2017 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Suarez fór út að hlaupa með fyrrum leikmanni KR
Balbi í leik með KR fyrir nokkrum árum.
Balbi í leik með KR fyrir nokkrum árum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Luis Suarez, leikmaður Barcelona og einn besti framherji heims, birti mynd af sér í morgunhlaupinu á Twitter í morgun.

Með honum á myndinni er Gonzalo Balbi, fyrrum leikmaður KR.

Systir Gonzalo heitir Sofi, en hún er gift Luis Suarez. Í viðtali frá árinu 2014 sagði Balbi að Suarez hefði reynst sér mjög góður.

„Luis hefur alltaf stutt mig í því sem ég geri líkt og fjölskylda mín hefur gert. Hann hefur alltaf sagt mér að berjast fyrir þeim hlutum sem ég vil í lífinu og sagt mér að halda mér á jörðinni," sagði Balbi.

Þeir félagar fóru saman út að hlupa í morgun og birti Suarez mynd á Twitter-síðu sinni þar sem Balbi virðist vera ansi þreyttur.

„Ertu þreyttur @GonzaloBalbi?" skrifar Suarez við myndina.

Balbi kom hingað til lands árið 2014 og spilaði með KR í tvö tímabil með KR. Hann fór til Spánar á síðasta ári.



Athugasemdir
banner