
„Við höfum verið á fínu róli að undanförnu og erum á heimavelli á sunnudag með okkar fólk á bakvið okkur. Ef það er einhverntímann tími til að vinna þá, þá er það núna," segir Sverrir Ingi Ingason um leikinn sem er framundan gegn Króatíu á sunnudag.
„Við erum allir saman í þessu. Hvort sem það verður ég eða einhver annar sem spilar þá vonumst við til að ná í þrjá punkta."
„Við erum allir saman í þessu. Hvort sem það verður ég eða einhver annar sem spilar þá vonumst við til að ná í þrjá punkta."
Sverrir féll með spænska liðinu Granada í vor. Sverrir kom til Granada í janúar en þá var ljóst að erfitt yrði að bjarga sætinu.
„Þetta var staða sem ég vissi að gæti gerst og þetta varð niðurstaðan. Það er mjög svekkjandi," sagði Sverrir.
Tony Adams, fyrrum fyrirliði Arsenal, stýrði Granada í síðustu leikjum tímabilsins.
„Tony er fínn þjálfari og var með áherslubreytingar sem hefðu kannski getað komið fyrr. Staðan var orðin erfið þegar hann tók við. Það skipti engu hver hefði komið inn. Þetta var meira gert til að hjálpa klúbbnum fyrir næsta tímabil," sagði Sverrir.
Sjá einnig:
Sverrir skoðar stöðu sína hjá Granada eftir landsleikinn
Athugasemdir