Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
   þri 06. júní 2017 17:30
Magnús Már Einarsson
Sverrir Ingi: Tími til að vinna þá núna
Icelandair
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Við höfum verið á fínu róli að undanförnu og erum á heimavelli á sunnudag með okkar fólk á bakvið okkur. Ef það er einhverntímann tími til að vinna þá, þá er það núna," segir Sverrir Ingi Ingason um leikinn sem er framundan gegn Króatíu á sunnudag.

„Við erum allir saman í þessu. Hvort sem það verður ég eða einhver annar sem spilar þá vonumst við til að ná í þrjá punkta."

Sverrir féll með spænska liðinu Granada í vor. Sverrir kom til Granada í janúar en þá var ljóst að erfitt yrði að bjarga sætinu.

„Þetta var staða sem ég vissi að gæti gerst og þetta varð niðurstaðan. Það er mjög svekkjandi," sagði Sverrir.

Tony Adams, fyrrum fyrirliði Arsenal, stýrði Granada í síðustu leikjum tímabilsins.

„Tony er fínn þjálfari og var með áherslubreytingar sem hefðu kannski getað komið fyrr. Staðan var orðin erfið þegar hann tók við. Það skipti engu hver hefði komið inn. Þetta var meira gert til að hjálpa klúbbnum fyrir næsta tímabil," sagði Sverrir.

Sjá einnig:
Sverrir skoðar stöðu sína hjá Granada eftir landsleikinn
Athugasemdir
banner