Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
   þri 06. júní 2017 12:29
Magnús Már Einarsson
Sverrir skoðar stöðu sína hjá Granada eftir landsleikinn
Icelandair
Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason segist ekki vita hvort hann leiki áfram með spænska liðinu Granada á næsta tímabili.

Sverrir kom til Granada frá Lokeren í janúar en spænska liðið féll úr úrvalsdeildinni í vor.

Ekki er ljóst hvort Sverrir leiki í spænsku B-deildinni næsta vetur eða hvort hann fari annað.

„Það á eftir að koma í ljós. Ég er bara mættur í landsleik og við ætlum að vinna Króatana á sunnudaginn. Við byrjum á að klára það og síðan sjáum við hvernig staðan verður," sagði Sverrir við Fótbolta.net í dag.

„Það er nýbúið að ráða nýjan þjálfara. Það á eftir að skýrast hvaða leikmenn verða áfram og hvert stefnan verður sett. Við förum á fullt í það eftir þennan landsleik að sjá hvernig mín mál liggja."
Athugasemdir
banner