Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   lau 06. júní 2020 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýr leikmaður Einherja var kallaður „hinn nýi Dele Alli"
Við sögðum frá því í morgun að Einherji frá Vopnafirði hefði samið við tvo unga breska leikmenn um að spila með liðinu í 3. deildinni í sumar.

Annar þeirra heitir Recoe Martin og kemur frá MK Dons þar sem hann hefur spilað í ungalingaliðum. Recoe, sem getur leyst allar stöður í fremstu röð, hefur vakið athygli undanfarin ár fyrir góða frammistöðu með unglingaliðum MK Dons.

Hann var í fyrra til að mynda orðaður við úrvalsdeildarfélögin Southampton og Newcastle.

Í sömu grein, sem er frá Mirror, var Martin sagður „hinn nýi Dele Alli". Alli er leikmaður Tottenham, en hann kom einnig upp úr akademíu MK Dons.

Alli fór frá MK Dons til Tottenham. Martin til Einherja en þar verður fróðlegt að fylgjast með honum í sumar.
Athugasemdir