Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 06. júní 2021 10:40
Aksentije Milisic
Duncan Ferguson neitaði að fara til Real - Vill taka við Everton
,,Ég kem ekki með til Madríd
,,Ég kem ekki með til Madríd"
Mynd: Getty Images
Everton goðsögnin Duncan Ferguson neitaði því tilboði að fara með Carlo Ancelotti til Real Madrid, hans draumur er að taka við Everton.

Hinn 49 ára gamli Ferguson var í þjálfarateymi Ancelotti á tíma hans hjá Everton og segja enskir miðlar að honum var boðið að fara með Ancelotti til Real Madrid á dögunum.

Ferguson trúir því hins vegar að hann hafi það sem þarf til þess að vera aðalþjálfari Everton og því hafi hann ákveðið að grípa ekki tækifærið og fara til Spánar.

Everton er án stjóra eins og er og spurning hvort Ferguson detti þarna inn, en hann stjórnaði liðinu í smá tíma þegar Marco Silva var rekinn og áður en Carlo Ancelotti var ráðinn.

Nuno, fyrrverandi þjálfari Wolves og David Moyes, þjálfari West Ham, hafa verið orðaðir við starfið.
Athugasemdir
banner