Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   mán 06. júní 2022 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tíu verðmætustu leikmenn heims - Mbappe verðmætastur
Bellingham í fimmta sæti
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

CIES Football Observatory sérfræðir sig í fótboltatölfræði og heldur úti lista yfir verðmætustu leikmenn heims.


Listinn hefur nýlega verið uppfærður eftir 2021-22 tímabilið og sést þar hvaða leikmenn eru taldir verðmætastir í heiminum í dag.

Þar er Kylian Mbappe verðmætastur en liðsfélagar hans Neymar og Lionel Messi komast ekki á listann. Robert Lewandowski og Karim Benzema eru heldur ekki á honum.

Mbappe er metinn á 175,7 milljónir punda, sem er tæplega 20 milljónum meira heldur en næsti maður - Vinicius Jr. framherji Real Madrid.

Erling Haaland kemur í þriðja sæti með Pedri á eftir sér og liðsfélaga sinn fyrrverandi Jude Bellingham.

Phil Foden er síðasti leikmaðurinn til að vera metinn á yfir 100 milljónir punda en næstu menn fyrir neðan eru Frenkie de Jong, Luis Diaz, Ruben Dias og Ferran Torres.

Verðmætustu leikmenn heims:
Kylian Mbappe Paris St-Germain £175.7m
Vinicius Jr Real Madrid £158.3m
Erling Haaland Borussia Dortmund £130.4m
Pedri Barcelona £115.4m
Jude Bellingham Borussia Dortmund £114.2m
Phil Foden Manchester City £105.9m
Frenkie de Jong Barcelona £96.1m
Luis Diaz Liverpool £94.0m
Ruben Dias Manchester City £93.6m
Ferran Torres Barcelona £93.5m


Athugasemdir
banner
banner
banner