Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 06. júní 2023 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Real Madrid mun ræða við Chelsea á næstu dögum
Mynd: EPA

Real Madrid þarf að styrkja sóknarlínuna fyrir næstu leiktíð þar sem Karim Benzema og Marco Asensio eru báðir á förum.


Harry Kane er efstur á óskalistanum en Kai Havertz kemur þar skammt á eftir. Þó að Real Madrid kræki í annan þeirra er ekki útilokað að félagið reyni einnig við hinn.

Real þarf um 100 milljónir punda til að kaupa Kane og þá er talið að Havertz kosti um 60 milljónir punda. Chelsea er reiðubúið til að selja leikmanninn en aðeins fyrir rétta upphæð.

Havertz er 23 ára gamall sóknartengiliður sem hefur mikið verið að spila sem fremsti sóknarmaður hjá Chelsea. Hann er þó ekki sóknarmaður að upplagi og gæti vel spilað fyrir aftan Kane ef þeir skipta báðir til Spánar.

Talið er að Havertz hafi mikinn áhuga á að fara til Real en hann á tvö ár eftir af samningi sínum við Chelsea. Hann hefur skorað 32 mörk í 139 leikjum með Chelsea.

Fabrizio Romano greinir frá því að Real muni ræða við Chelsea um Havertz á næstu dögum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner