Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   fim 06. júní 2024 23:34
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Við erum í toppbaráttunni og eigum það skilið
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það var sannkallaður toppslagur í Lengjudeildinni í kvöld þegar Njarðvíkingar heimsóttu Fjölni í Egilshöllina. 

Njarðvíkingar voru á toppi deildarinnar fyrir leikinn í dag en þurftu að sætta sig við tap í kvöld.


Lestu um leikinn: Fjölnir 4 -  2 Njarðvík

„Við spiluðum mjög vel fannst mér. Við vissum það að Fjölnir spilar þennan 'counter attack' fótbolta og við gerðum þeim mjög auðvelt fyrir í þessum skyndisóknum að skora úr þessum fjórum færum sem að þeir fengu í þessum leik. " Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í dag.

„Þetta skrifast svolítið bara á einbeitningarleysi hjá okkur og svo þetta fjórða mark í seinni hálfleik gerir það að verkum að þessi leikur er eiginlega bara búin eftir það." 

„Ég get sagt ykkur það að ég er ógeðslega ánægður með 'attitute-ið' í leikmönnum mínum eftir að við lendum 4-1 undir. Þeir héldu áfram og sýndu það að þetta er helvíti gott lið. Við spilum flottan fótbolta og erum á einhverri vegferð. Við erum lið sem tapaði fullt af leikjum í fyrra. Við erum í toppbaráttunni núna og eigum það skilið líka. Við gáfumst ekki upp og við náðum að skora mark en það var bara aðeins of seint." 

Njarðvíkingar töpuðu sínum fyrsta leik í deildinni í sumar og einhver sagði að maður lærir mest af ósigrum um sitt lið.

„Ég get alveg sagt ykkur það að í fyrra við töpuðum svona og komnir 4-1 undir þá voru menn bara hættir. Þá sá ég bara gjaldþrot í rosalega mörgum leikmönnum og ég get alveg sagt það að ég er alveg rosalega stoltur af leikmönnunum. Við stoppuðum ekki og héldum bara áfram. Við héldum áfram að spila leikinn okkar og vorum trúir því sem að við vorum að gera hérna og uppskárum mark út úr því klárlega hérna í lokin en það var kannski bara aðeins of seint. Ég var mjög ánægður með 'attitute'-ið að menn brotna ekki, við vorum bognaðir en brotnuðum ekki." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner