Onana til Villa - Klopp hefur ekki áhuga á enska landsliðsþjálfarastarfinu - Atletico vill Alvarez
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
Dóri Árna: Við vorum betra liðið í 173 mínútur af þessu einvígi
Haraldur Freyr: Hann bað liðsfélaga sína afsökunar
Aron Snær: Að einhver blaðra sé sprungin er mjög þreytt
Óli Hrannar: Þurfum að byrja leikina betur ef við ætlum að komast eitthvað hærra í þessari töflu
Gunnar Heiðar: Það er skemmtilegra að fá græna punktinn
Árni Guðna: Þurfum að læra af því
Anton Ari: Hellidemban fyrir leik var náttúrulega bara snilld
Úlfur: Hann er það markagráðugur að hann er ekki að reyna fiska neitt
Rangur maður rekinn af velli: Dómararnir gátu ekki gefið nein skýr svör
Brynjar Kristmunds: Koðnuðum niður gegn ástríðufullu liði
Var sleginn í andlitið af leikmanni - „Auðvelt að spjalda unga þjálfara“
Arnar Laufdal þarf að vinna í landafræðinni - „Geggjuð keppni fyrir stráka eins og okkur"
Jakob valdi KR: Ég fundaði með sex félögum
Dóri Árna: Þurfum að standa upp og svara almennilega
Höskuldur: Erum að missa stórkostlegan leikmann
Ekki erfitt val þó áhuginn hafi verið mikill - „Mjög góð ákvörðun hjá mér í fyrra"
Stór stund fyrir Kötlu - „Bara alveg frá því ég byrjaði í fótbolta"
Ingibjörg: Ekkert skemmtilegra en að spila með henni
Guðrún létt: Ég verð að fara að drullast til að skora
   fim 06. júní 2024 23:34
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Við erum í toppbaráttunni og eigum það skilið
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það var sannkallaður toppslagur í Lengjudeildinni í kvöld þegar Njarðvíkingar heimsóttu Fjölni í Egilshöllina. 

Njarðvíkingar voru á toppi deildarinnar fyrir leikinn í dag en þurftu að sætta sig við tap í kvöld.


Lestu um leikinn: Fjölnir 4 -  2 Njarðvík

„Við spiluðum mjög vel fannst mér. Við vissum það að Fjölnir spilar þennan 'counter attack' fótbolta og við gerðum þeim mjög auðvelt fyrir í þessum skyndisóknum að skora úr þessum fjórum færum sem að þeir fengu í þessum leik. " Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í dag.

„Þetta skrifast svolítið bara á einbeitningarleysi hjá okkur og svo þetta fjórða mark í seinni hálfleik gerir það að verkum að þessi leikur er eiginlega bara búin eftir það." 

„Ég get sagt ykkur það að ég er ógeðslega ánægður með 'attitute-ið' í leikmönnum mínum eftir að við lendum 4-1 undir. Þeir héldu áfram og sýndu það að þetta er helvíti gott lið. Við spilum flottan fótbolta og erum á einhverri vegferð. Við erum lið sem tapaði fullt af leikjum í fyrra. Við erum í toppbaráttunni núna og eigum það skilið líka. Við gáfumst ekki upp og við náðum að skora mark en það var bara aðeins of seint." 

Njarðvíkingar töpuðu sínum fyrsta leik í deildinni í sumar og einhver sagði að maður lærir mest af ósigrum um sitt lið.

„Ég get alveg sagt ykkur það að í fyrra við töpuðum svona og komnir 4-1 undir þá voru menn bara hættir. Þá sá ég bara gjaldþrot í rosalega mörgum leikmönnum og ég get alveg sagt það að ég er alveg rosalega stoltur af leikmönnunum. Við stoppuðum ekki og héldum bara áfram. Við héldum áfram að spila leikinn okkar og vorum trúir því sem að við vorum að gera hérna og uppskárum mark út úr því klárlega hérna í lokin en það var kannski bara aðeins of seint. Ég var mjög ánægður með 'attitute'-ið að menn brotna ekki, við vorum bognaðir en brotnuðum ekki." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Fjölnir 13 9 3 1 27 - 13 +14 30
2.    Njarðvík 13 7 3 3 25 - 17 +8 24
3.    ÍBV 12 5 4 3 24 - 15 +9 19
4.    ÍR 13 5 4 4 19 - 18 +1 19
5.    Keflavík 13 4 6 3 17 - 14 +3 18
6.    Þór 12 4 5 3 21 - 18 +3 17
7.    Grindavík 13 4 5 4 21 - 24 -3 17
8.    Afturelding 13 5 2 6 20 - 26 -6 17
9.    Þróttur R. 12 4 3 5 20 - 18 +2 15
10.    Leiknir R. 13 4 0 9 15 - 23 -8 12
11.    Grótta 13 2 4 7 19 - 32 -13 10
12.    Dalvík/Reynir 12 1 5 6 12 - 22 -10 8
Athugasemdir
banner
banner