Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   fim 06. júní 2024 23:34
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Við erum í toppbaráttunni og eigum það skilið
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það var sannkallaður toppslagur í Lengjudeildinni í kvöld þegar Njarðvíkingar heimsóttu Fjölni í Egilshöllina. 

Njarðvíkingar voru á toppi deildarinnar fyrir leikinn í dag en þurftu að sætta sig við tap í kvöld.


Lestu um leikinn: Fjölnir 4 -  2 Njarðvík

„Við spiluðum mjög vel fannst mér. Við vissum það að Fjölnir spilar þennan 'counter attack' fótbolta og við gerðum þeim mjög auðvelt fyrir í þessum skyndisóknum að skora úr þessum fjórum færum sem að þeir fengu í þessum leik. " Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í dag.

„Þetta skrifast svolítið bara á einbeitningarleysi hjá okkur og svo þetta fjórða mark í seinni hálfleik gerir það að verkum að þessi leikur er eiginlega bara búin eftir það." 

„Ég get sagt ykkur það að ég er ógeðslega ánægður með 'attitute-ið' í leikmönnum mínum eftir að við lendum 4-1 undir. Þeir héldu áfram og sýndu það að þetta er helvíti gott lið. Við spilum flottan fótbolta og erum á einhverri vegferð. Við erum lið sem tapaði fullt af leikjum í fyrra. Við erum í toppbaráttunni núna og eigum það skilið líka. Við gáfumst ekki upp og við náðum að skora mark en það var bara aðeins of seint." 

Njarðvíkingar töpuðu sínum fyrsta leik í deildinni í sumar og einhver sagði að maður lærir mest af ósigrum um sitt lið.

„Ég get alveg sagt ykkur það að í fyrra við töpuðum svona og komnir 4-1 undir þá voru menn bara hættir. Þá sá ég bara gjaldþrot í rosalega mörgum leikmönnum og ég get alveg sagt það að ég er alveg rosalega stoltur af leikmönnunum. Við stoppuðum ekki og héldum bara áfram. Við héldum áfram að spila leikinn okkar og vorum trúir því sem að við vorum að gera hérna og uppskárum mark út úr því klárlega hérna í lokin en það var kannski bara aðeins of seint. Ég var mjög ánægður með 'attitute'-ið að menn brotna ekki, við vorum bognaðir en brotnuðum ekki." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner