Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   fim 06. júní 2024 23:34
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Við erum í toppbaráttunni og eigum það skilið
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það var sannkallaður toppslagur í Lengjudeildinni í kvöld þegar Njarðvíkingar heimsóttu Fjölni í Egilshöllina. 

Njarðvíkingar voru á toppi deildarinnar fyrir leikinn í dag en þurftu að sætta sig við tap í kvöld.


Lestu um leikinn: Fjölnir 4 -  2 Njarðvík

„Við spiluðum mjög vel fannst mér. Við vissum það að Fjölnir spilar þennan 'counter attack' fótbolta og við gerðum þeim mjög auðvelt fyrir í þessum skyndisóknum að skora úr þessum fjórum færum sem að þeir fengu í þessum leik. " Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í dag.

„Þetta skrifast svolítið bara á einbeitningarleysi hjá okkur og svo þetta fjórða mark í seinni hálfleik gerir það að verkum að þessi leikur er eiginlega bara búin eftir það." 

„Ég get sagt ykkur það að ég er ógeðslega ánægður með 'attitute-ið' í leikmönnum mínum eftir að við lendum 4-1 undir. Þeir héldu áfram og sýndu það að þetta er helvíti gott lið. Við spilum flottan fótbolta og erum á einhverri vegferð. Við erum lið sem tapaði fullt af leikjum í fyrra. Við erum í toppbaráttunni núna og eigum það skilið líka. Við gáfumst ekki upp og við náðum að skora mark en það var bara aðeins of seint." 

Njarðvíkingar töpuðu sínum fyrsta leik í deildinni í sumar og einhver sagði að maður lærir mest af ósigrum um sitt lið.

„Ég get alveg sagt ykkur það að í fyrra við töpuðum svona og komnir 4-1 undir þá voru menn bara hættir. Þá sá ég bara gjaldþrot í rosalega mörgum leikmönnum og ég get alveg sagt það að ég er alveg rosalega stoltur af leikmönnunum. Við stoppuðum ekki og héldum bara áfram. Við héldum áfram að spila leikinn okkar og vorum trúir því sem að við vorum að gera hérna og uppskárum mark út úr því klárlega hérna í lokin en það var kannski bara aðeins of seint. Ég var mjög ánægður með 'attitute'-ið að menn brotna ekki, við vorum bognaðir en brotnuðum ekki." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner