Guðmundur Steinarsson, sérfræðingur útvarpsþáttar Fótbolta.net, skoðaði Pepsi-deildina og leiki íslensku liðanna í Evrópukeppninni í þætti dagsins. Hægt er að hlusta á yfirferðina í spilaranum hér að ofan.
Það styttist í að félagaskiptaglugginn hér á landi verður opnaður og var meðal annars rætt við Guðmund um mögulegar styrkingar hjá liðunum í botnbaráttunni.
Það styttist í að félagaskiptaglugginn hér á landi verður opnaður og var meðal annars rætt við Guðmund um mögulegar styrkingar hjá liðunum í botnbaráttunni.
„Vegna fjárhag liðanna þá fara þau í leit að gulli í Hagkaups-poka eins og maður orðar það. Það verður fróðlegt að sjá hvað liðin gera. Stærsti bitinn sem er á lausu er kannski Björgólfur Takefusa. Hann er markaskorari sem hefur sannað sig í mörg ár á Íslandi. Það verður hart barist um hann," sagði Guðmundur meðal annars.
Athugasemdir