Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   lau 06. júlí 2019 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Kolbeinn og Arnór í sigurliðum
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði AIK í fyrsta sinn frá komu sinni til félagsins í mars. Sænsku meistararnir heimsóttu Kalmar fyrr í dag og uppskáru 0-1 sigur.

Kolbeini var skipt útaf eftir 71 mínútu, stundarfjórðungi eftir að Chinedu Obasi gerði eina mark leiksins.

Leikurinn var nokkuð jafn en gestirnir höfðu betur og eru komnir upp í annað sæti sænsku deildarinnar, sex stigum eftir Malmö.

Kalmar 0 - 1 AIK
0-1 Chinedu Obasi ('56)
Rautt spjald: Romarinho, Kalmar ('79)

Arnór Ingvi Traustason lék þá í 82 mínútur er Malmö sigraði Örebro á heimavelli.

Staðan var jöfn í leikhlé en Anders Christiansen gerði sigurmarkið á 68. mínútu.

Malmö 2 - 1 Örebro
1-0 Marcus Antonsson ('14)
1-1 Filip Rogic ('19, víti)
2-1 Anders Christiansen ('68)
Athugasemdir
banner