Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mán 06. júlí 2020 22:30
Aksentije Milisic
Buffon slær met Maldini - Flestir leikir í Seríu A
Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, bætti met yfir flest spilaða leiki í Seríu A deildinni á Ítalíu í fyrradag.

Þessi 42 ára gamli leikmaður spilaði sinn 648 deildarleik þegar Juventus lagði Torino að velli. Paolo Maldini átti metið en hann lék 647 leiki á sínum tíma.

Buffon, sem var hjá PSG í Frakklandi á síðustu leiktíð, skrifaði á dögunum undir eins árs framlengingu á samningi hjá Juventus.

Buffon hefur spilað átta deildarleiki fyrir Juventus á þessu tímabili.


Athugasemdir
banner