Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 06. ágúst 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Fjárfestingahópur frá Bandaríkjunum að kaupa Roma
Roma verður áfram í eigu bandarískra viðskiptamanna
Roma verður áfram í eigu bandarískra viðskiptamanna
Mynd: Getty Images
Dan Friedkin, viðskiptamaður frá Bandaríkjunum, fer fyrir fjárfestingahópi sem er að ganga frá kaupum á ítalska félaginu AS Roma en þetta kemur fram í RomaPress í dag.

Félagið er í eigu James Pallotta, sem er einnig meðeigandi bandaríska körfuboltafélagsins Boston Celtics, en hann hóf viðræður við Friedkin á síðasta ári.

Fjárfestingahópur Friedkin lagði fram 700 milljón evra tilboð í Roma en samkvæmt RomaPress hefur það tilboð verið lækkað niður í 500 til 600 milljónir evra vegna áhrifa kórónaveirunnar á viðskiptalíf um allan heim.

Pallotta hafnaði í fyrstu tilboðinu en gekk að samningaborðinu á endanum og var gengið frá samningum í gær en það má búast við að gengið verið formlega frá sölunni í lok ágúst.

Friedkin er í 590. sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn heims.
Athugasemdir
banner
banner
banner