Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 06. ágúst 2022 18:42
Brynjar Ingi Erluson
England: Vítaspyrna Jorginho dugði til - Meiðslavandræði hjá Everton
Jorginho var öruggur á punktinum
Jorginho var öruggur á punktinum
Mynd: EPA
Yerry Mina meiddist á ökkla eins og liðsfélagi hans, Ben Godfrey.
Yerry Mina meiddist á ökkla eins og liðsfélagi hans, Ben Godfrey.
Mynd: EPA
Everton 0 - 1 Chelsea
0-1 Jorginho ('45 , víti)

Chelsea er komið með þrjú stig eftir fyrstu umferðina í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa unnið Everton, 1-0, á Goodison Park í dag.

Everton varð fyrir áfalli strax á 10. mínútu. Enski varnarmaðurinn Ben Godfrey henti sér í tæklingu til að koma í veg fyrir að Kai Havertz næði skoti á rammann, en festist í grasinu.

Það tók dágóðan tíma að huga að honum en meiðslin virðast vera af alvarlegum toga. Hann var borinn af velli og fluttur upp á sjúkrahús í kjölfarið.

Liðin skiptust á færum næstu mínúturnar. Á 43. mínútu kom Raheem Sterling boltanum í netið eftir að Jordan Pickford hafði varið skot Ngolo Kanté út á Sterling sem hirti frákastið og skoraði, en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fékk Chelsea vítaspyrnu eftir að Abdoulaye Doucoure braut á Ben Chilwell í teignum. Það þótti ekkert vafasamt við þann vítaspyrnudóm og skoraði Jorginho af miklu öryggi með skoti í vinstra hornið.

Everton reyndi aðeins að herja á Chelsea í upphafi síðari hálfleiks en vantaði upp á herslumuninn.

Heimamenn urðu fyrir öðru áfalli á 70. mínútu er kólumbíski varnarmaðurinn Yerry Mina meiddist á ökkla. Hann þurfti að fara af velli og inn kom Ruben Vinagre.

Tíu mínútum var bætt við venjulegan leiktíma vegna tafa en lítið markvert gerðist þar. Chelsea tókst að sigla sigrinum í höfn en hann var þó alls ekki sannfærandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner