Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
   þri 06. ágúst 2024 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Dominic: Erfitt að hafa svona stutt á milli leikja
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Dominic Furness, þjálfari Tindastóls, var himinlifandi eftir frábæran sigur gegn Kára í 8-liða úrslitum Fótbolta.net bikarsins fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Tindastóll 2 -  1 Kári

Tindastóll, sem er í toppbaráttu 4. deildar, hafði þar betur gegn toppliði 3. deildar eftir framlengdan leik.

„Við erum virkilega ánægðir með þennan sigur, við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur gegn sterkum andstæðingum. Við unnum heimavinnuna okkar vel fyrir leikinn, við horfðum á myndbandsupptökur af Kára og vorum tilbúnir," sagði Dominic. „Núna þurfum við að jafna okkur fyrir næsta leik sem er strax á föstudaginn."

Dominic var spurður út í dómgæsluna þar sem var mikið kvartað á meðan á leik stóð, en hann sagðist hafa verið sáttur með dómarann. Hann er hins vegar ekki sáttur með að hans menn þurfi að spila tvo leiki á innan við 72 klukkustundum.

„Við tökum bara einn leik í einu en þetta er mjög erfitt þegar það er svona stutt á milli. Næsti leikur er sá mikilvægasti hingað til á tímabilinu og við munum gera allt í okkar valdi til að vera tilbúnir í þann slag."
Athugasemdir
banner
banner
banner