Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
   þri 06. ágúst 2024 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Dominic: Erfitt að hafa svona stutt á milli leikja
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Dominic Furness, þjálfari Tindastóls, var himinlifandi eftir frábæran sigur gegn Kára í 8-liða úrslitum Fótbolta.net bikarsins fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Tindastóll 2 -  1 Kári

Tindastóll, sem er í toppbaráttu 4. deildar, hafði þar betur gegn toppliði 3. deildar eftir framlengdan leik.

„Við erum virkilega ánægðir með þennan sigur, við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur gegn sterkum andstæðingum. Við unnum heimavinnuna okkar vel fyrir leikinn, við horfðum á myndbandsupptökur af Kára og vorum tilbúnir," sagði Dominic. „Núna þurfum við að jafna okkur fyrir næsta leik sem er strax á föstudaginn."

Dominic var spurður út í dómgæsluna þar sem var mikið kvartað á meðan á leik stóð, en hann sagðist hafa verið sáttur með dómarann. Hann er hins vegar ekki sáttur með að hans menn þurfi að spila tvo leiki á innan við 72 klukkustundum.

„Við tökum bara einn leik í einu en þetta er mjög erfitt þegar það er svona stutt á milli. Næsti leikur er sá mikilvægasti hingað til á tímabilinu og við munum gera allt í okkar valdi til að vera tilbúnir í þann slag."
Athugasemdir
banner
banner
banner