Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   þri 06. ágúst 2024 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Dominic: Erfitt að hafa svona stutt á milli leikja
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Dominic Furness, þjálfari Tindastóls, var himinlifandi eftir frábæran sigur gegn Kára í 8-liða úrslitum Fótbolta.net bikarsins fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Tindastóll 2 -  1 Kári

Tindastóll, sem er í toppbaráttu 4. deildar, hafði þar betur gegn toppliði 3. deildar eftir framlengdan leik.

„Við erum virkilega ánægðir með þennan sigur, við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur gegn sterkum andstæðingum. Við unnum heimavinnuna okkar vel fyrir leikinn, við horfðum á myndbandsupptökur af Kára og vorum tilbúnir," sagði Dominic. „Núna þurfum við að jafna okkur fyrir næsta leik sem er strax á föstudaginn."

Dominic var spurður út í dómgæsluna þar sem var mikið kvartað á meðan á leik stóð, en hann sagðist hafa verið sáttur með dómarann. Hann er hins vegar ekki sáttur með að hans menn þurfi að spila tvo leiki á innan við 72 klukkustundum.

„Við tökum bara einn leik í einu en þetta er mjög erfitt þegar það er svona stutt á milli. Næsti leikur er sá mikilvægasti hingað til á tímabilinu og við munum gera allt í okkar valdi til að vera tilbúnir í þann slag."
Athugasemdir
banner
banner