Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   þri 06. ágúst 2024 08:45
Elvar Geir Magnússon
Vandamál allra félaga deildarinnar
Enzo Maresca.
Enzo Maresca.
Mynd: EPA
Totti var hjá Roma allan sinn feril.
Totti var hjá Roma allan sinn feril.
Mynd: Getty Images
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, hvetur ensku úrvalsdeildina til að breyta fjárhagsreglum sínum svo félög telji sig ekki tilneydd til að selja uppalda leikmenn.

Samkvæmt reglum um hagnað og sjálfbærni fá félög hærra hlutfall fyrir að selja leikmenn sem koma upp úr akademíunni, þær sölur skrást sem hreinn hagnaður og hjálpar til við að laga bókhaldið til að standast strangar fjárhagsreglur.

Miðjumaðurinn Conor Gallagher sem hefur verið hjá Chelsea síðan hann var átta ára hefur samþykkt að ganga til liðs við Atletico Madrid.

Mason Mount, Lewis Hall, Ruben Loftus-Cheek, Ian Maatsen, Callum Hudson-Odoi og Billy Gilmour eru meðal annarra leikmanna úr akademíunni sem hafa verið seldir frá Chelsea á síðustu tólf mánuðum.

„Öll félög eru þvinguð til að selja leikmenn úr akademíunni vegna reglnanna. Þetta er ekki bara vandamál Chelsea heldur allra félaga í deildinni," segir Maresca.

„Þetta er synd. Á Ítalíu höfum við Francesco Totti sem var hjá Roma í tuttugu ár. Hann var hjá sama félaginu allan ferilinn. Við elskum það í fótbolta, aðdáendurnir vilja það sjá það, En með reglunum núna er þetta erfitt."
Athugasemdir
banner
banner
banner