Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 06. september 2020 13:00
Innkastið
Bestur í 15. umferð: Ofboðslega er Atli góður
Atli var frábær gegn ÍA.
Atli var frábær gegn ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Sigurjónsson í KR var maður leiksins í 4-1 sigri gegn ÍA í Pepsi Max-deildinni fyrir viku síðan og er hann leikmaður umferðarinnar.

Atli skoraði tvö fyrstu mörk leiksins.

„Ofboðslega er Atli Sigurjónsson góður. Hann er búinn að vera frábær á tímabilinu og var frábær í þessum leik. Hann tekur Akureyringinn illa þegar hann stígur Aron Kristófer Lárusson út eins og hann sé ekki þarna," segir Gunnar Birgisson í Innkastinu hér á Fótbolta.net.

Gunnar Sigurðarson, Gunni samloka, var sérstakur heiðursgestur í þættinum og hrósaði Atla og Pablo Punyed en þeir voru með tvö mörk hvor í leiknum.

„Þessir tveir, ég kinka kolli og fæ mér aðeins sterkara í ginglasið þegar ég hugsa til KR. Þessir tveir leikmenn hafa skilað sínu best í KR-liðinu. Ég er mjög ánægður með þá báða tvo. Pablo og Atli, það hefðu örugglega margir veðjað á aðra hesta fyrir sumarið," segir Gunnar.

Atli fór í viðtal eftir leikinn en hann er kominn með fimm mörk skoruð á tímabilinu.

„Ég er bara aðeins búinn að vera færa mig framar og inn í teig, ég hef verið í því hlutverki að búa til sóknirnar og nú er ég bara aðeins að leyfa Kidda og Skara að senda á mig og klára það sjálfur," sagði Atli.

KR er átta stigum frá toppnum og þarf á því að halda að Atli verði áfram í stuði.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Leikmaður 1. umferðar - Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Leikmaður 2. umferðar - Valgeir Valgeirsson (HK)
Leikmaður 3. umferðar - Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
Leikmaður 4. umferðar - Viktor Jónsson (ÍA)
Leikmaður 5. umferðar - Patrick Pedersen (Valur)
Leikmaður 6. umferðar - Pablo Punyed (KR)
Leikmaður 7. umferðar - Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Leikmaður 9. umferðar - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Leikmaður 12. umferðar - Daníel Hafsteinsson (FH)
Leikmaður 13. umferðar - Patrick Pedersen (Valur)
Atli Sigurjóns: Leyfi Kidda og Skara að búa til færin og skora úr þeim sjálfur
Innkastið - Pepsi Max og Lengjan með Gunna samloku
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner