Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 17. ágúst 2020 12:15
Magnús Már Einarsson
Bestur í 12. umferð: Búinn að heyra umræðu um barnaspik
Daníel Hafsteinsson (FH)
Daníel fagnar síðara marki sínu á föstudaginn.
Daníel fagnar síðara marki sínu á föstudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Daníel Hafsteinsson er leikmaður tólftu umferðar í Pepsi Max-deildinni en hann skoraði bæði mörk FH í 2-1 útisigri á KR á föstudaginn.

„Þetta var geggjað, það var gott að koma loksins mörkum inn," sagði Daníel í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu á laugardaginn.

Leikið var fyrir luktum dyrum á föstudaginn en einungis örfáir aðilar tengdir liðunum voru í stúkunni.

„Þetta var alveg eins og alvöru leikur. Maður er með það í huganum að leikurinn er sýndur í sjónvarpinu og það er verið að fylgjast með manni. Það er aðeins öðruvísi þegar maður heyrir ekkert úr stúkunni nema þegar Jón Rúnar (Halldórsson) öskrar. Það er reyndar ekkert nýtt."

FH-ingar eru taplausir síðan Eiður Smári Guðjohnsen og Logi Ólafsson tóku við liðinu í júlí.

„Eiður stjórnar æfingunum meira og er með skemmtilegar æfingar. Síðan grípur Logi inn í þegar það þarf að gera eitthvað. Það er mikill hraði og kraftur á æfingum og þetta er aðeins öðruvísi en þetta var. Mér finnst þetta vera mjög skemmtilegt."

Daníel fagnaði síðara marki sínu með því að strjúka yfir magann á sér.

„Ég er búinn að heyra umræðu um að maður sé með smá barnaspik. Ég hef heyrt það oftar en einu sinni og oftar en tvisvar og ég ákvað að taka þátt í gríninu og hafa gaman að þessu," sagði Daníel.

FH mætir Stjörnunni í kvöld en um er að ræða frestaðan leik frá því fyrr í sumar.

„Það er annar stórleikur. Stjörunmenn hafa verið helvíti góðir og eru taplausir. Þetta verður skemmtilegur leikur," sagði Daníel.

Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Daníel úr útvarpsþættinum en það hefst eftir 71 mínútu.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Leikmaður 1. umferðar - Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Leikmaður 2. umferðar - Valgeir Valgeirsson (HK)
Leikmaður 3. umferðar - Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
Leikmaður 4. umferðar - Viktor Jónsson (ÍA)
Leikmaður 5. umferðar - Patrick Pedersen (Valur)
Leikmaður 6. umferðar - Pablo Punyed (KR)
Leikmaður 7. umferðar - Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Leikmaður 9. umferðar - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Íslenski boltinn - FH sendir skilaboð og áhugaverð ummæli Óla
Athugasemdir
banner
banner