Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 27. ágúst 2020 11:15
Innkastið
Bestur í 13. umferð: Var nánast búinn að gleyma þessum gæðum
Patrick Pedersen (Valur)
Patrick fagnar marki í gær.
Patrick fagnar marki í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrick átti magnaða móttöku í fyrra marki sínu.
Patrick átti magnaða móttöku í fyrra marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrick Pedersen, framherji Vals, er leikmaður 13. umferðar í Pepsi Max-deildinni en hann skoraði tvívegis í 5-4 útisigri liðsins gegn Íslandsmeisturum KR í gær.

Patrick lagði einnig upp fyrsta mark Vals í leiknum auk þess sem hann var duglegur að stríða varnarmönnum KR allan leikinn.

„Ég þarf að kíkja í Vesturbæ og kynna þeim fyrir sóknarmanni Vals númer 9. Hann er lunkinn sóknarmaður," grínaðist Gunnar Birgisson í Innkastinu í gær.

Í báðum mörkunum hjá Patrick í gær var hann aleinn eftir að hafa losað sig úr gæslu varnarmanna. Í fyrra markinu skoraði Patrick eftir að hafa tekið frábærlega á móti boltanum og lyft honum yfir Beiti Ólafsson í markinu.

„Ég var mjög hrifinn af þriðja markinu hjá Val. Hvernig Patrick tekur á móti boltanum og vippar honum yfir Beiti, nánst í engu jafnvægi," sagði Ingólfur Sigurðsson.

„Patrick minnti all rækilega á sig í þessum leik. Maður var nánast búinn að gleyma þessum gæðum sem hann býr yfir."

Patrick hefur skorað átta mörk í tíu leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar en samtals hefur hann skorað 63 mörk í 93 leikjum í efstu deild á Íslandi.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Leikmaður 1. umferðar - Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Leikmaður 2. umferðar - Valgeir Valgeirsson (HK)
Leikmaður 3. umferðar - Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
Leikmaður 4. umferðar - Viktor Jónsson (ÍA)
Leikmaður 5. umferðar - Patrick Pedersen (Valur)
Leikmaður 6. umferðar - Pablo Punyed (KR)
Leikmaður 7. umferðar - Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Leikmaður 9. umferðar - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Leikmaður 12. umferðar - Daníel Hafsteinsson (FH)
Athugasemdir
banner
banner
banner