Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. júlí 2020 10:45
Innkastið
Bestur í 9. umferð: Frábær í fyrstu 90 mínútunum
Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Gísli Eyjólfsson.
Gísli Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Fyrri hálfleikur hjá Blikum er með því betra sem maður hefur séð þegar kemur að spilamennsku," sagði Ingólfur Sigurðsson í Innkastinu um 5-3 sigur Breiðabliks á ÍA í fyrrakvöld.

Eftir 1-0 tap gegn HK í síðustu viku blésu Blikar til sóknar á Kópavogsvelli og skoruðu fimm mörk gegn ÍA.

Gísli Eyjólfsson kom að nýju inn í byrjunarlið Breiðabliks eftir að hafa verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur. Gísli var valinn maður leiksins og hann er leikmaður umferðarinnar hjá Fótbolta.net.

„Mér fannst hann og Alexander Helgi (Sigurðarson) vera stórkostlegir," sagði Gunnar Birgisson. í Innkastinu.

„Það kemur meiri hraði og þeir geta báðir sprengt upp leikinn. Þegar Gísli og Alexander Helgi skipta um gír þá kveðja þeir bara. Mér fannst Blikarnir útfæra þetta vel í gær," sagði Gunnar.

Gísli var að spila 90 mínútur í fyrsta skipti í Pepsi Max-deldinni í sumar.

„Djöfull er ég þreyttur, það er geggjað að vera kominn til baka og já bara æðislegt," sagði Gísli við Fótbolta.net eftir leik.

„Frammistaðan var flott, við erum að fá á okkur alltof mörg gefins mörk á okkur, í dag víti, svo eftir hornspyrnu, þetta eru bara klaufamistök, þetta er bara einbeitingarleysi sem þarf að lagast strax og við eigum ekki að vera fá á okkur 3 mörk á heimavelli og það er ekki boðlegt en við fengum þrjú stig þannig ég kvarta ekki."

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Leikmaður 1. umferðar - Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Leikmaður 2. umferðar - Valgeir Valgeirsson (HK)
Leikmaður 3. umferðar - Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
Leikmaður 4. umferðar - Viktor Jónsson (ÍA)
Leikmaður 5. umferðar - Patrick Pedersen (Valur)
Leikmaður 6. umferðar - Pablo Punyed (KR)
Leikmaður 7. umferðar - Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Leikmaður 8. umferðar - Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan)
Gísli Eyjólfs: Djöfull er ég þreyttur
Innkastið - Sóknarsýning Blika og sterk KA gleraugu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner