Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   sun 06. september 2020 16:47
Ármann Örn Guðbjörnsson
Bjarni Jó óskar eftir standard: Þýðir ekki að vera með einhvern töffarahátt
Lengjudeildin
Bjarni var hundfúll út í dómara leiksins
Bjarni var hundfúll út í dómara leiksins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Jóhannsson fór með sína menn í Vestra í heimsókn í höfuðborgina þar sem liðið mætti Þrótti Reykjavík. Þróttarar byrjuðu leikinn á því að beita virkilega góðum skyndisóknum og voru Dion Acoff og Lárus Björnsson þar í aðalhlutverki. Vestra menn voru mun meira með boltann en áttu erfitt með að koma sér framhjá vörn Þróttara og lokaniðurstaða leiksins 2-1 sigur Þróttar.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 Vestri

"Mjög svekkjandi. Getum sjálfum okkur um kennt hvernig við byrjuðum leikinn. Við vorum bara ekki í nógu miklum fókus. Mér fannst við vera með allan leikinn en það vantaði bara uppá grimmdina við teiginn en svona er þetta stundum"

Eins og fyrr segir þá voru Vestra menn miklu meira með boltann og stjórnuðu bróður partnum af leiknum frá A til Ö en allt kom fyrir ekki og það gekk illa að skapa færin.

"Þeir voru náttúrulega bara allir í vörn eðlilega og voru að reyna verja þetta eins og þeir gátu. Svo voru líka ákveðnir dómar sem voru rosalega óhagstæðir okkur. Mér fannst dómarinn bara gjörsamlega vera á þeirra bandi"

Sigurður Hjörtur dæmdi þennan leik í dag og virtist framanaf vera gera það bara prýðilega vel. Það voru hins vegar stórir kaflar í seinni hálfleik þar sem línan virtist mjög óljós sem hann var að fylgja.

"Ég verð bara að segja eins og er. Það er bara oft þegar svona gæjar koma úr pepsi deild, þeir verða bara að bera virðingu fyrir þessu. Það þýðir ekki að vera með einhvern töffarahátt. Menn verða vera með einhvern standard það er bara þannig"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan
Athugasemdir