Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   sun 06. september 2020 16:47
Ármann Örn Guðbjörnsson
Bjarni Jó óskar eftir standard: Þýðir ekki að vera með einhvern töffarahátt
Lengjudeildin
Bjarni var hundfúll út í dómara leiksins
Bjarni var hundfúll út í dómara leiksins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Jóhannsson fór með sína menn í Vestra í heimsókn í höfuðborgina þar sem liðið mætti Þrótti Reykjavík. Þróttarar byrjuðu leikinn á því að beita virkilega góðum skyndisóknum og voru Dion Acoff og Lárus Björnsson þar í aðalhlutverki. Vestra menn voru mun meira með boltann en áttu erfitt með að koma sér framhjá vörn Þróttara og lokaniðurstaða leiksins 2-1 sigur Þróttar.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 Vestri

"Mjög svekkjandi. Getum sjálfum okkur um kennt hvernig við byrjuðum leikinn. Við vorum bara ekki í nógu miklum fókus. Mér fannst við vera með allan leikinn en það vantaði bara uppá grimmdina við teiginn en svona er þetta stundum"

Eins og fyrr segir þá voru Vestra menn miklu meira með boltann og stjórnuðu bróður partnum af leiknum frá A til Ö en allt kom fyrir ekki og það gekk illa að skapa færin.

"Þeir voru náttúrulega bara allir í vörn eðlilega og voru að reyna verja þetta eins og þeir gátu. Svo voru líka ákveðnir dómar sem voru rosalega óhagstæðir okkur. Mér fannst dómarinn bara gjörsamlega vera á þeirra bandi"

Sigurður Hjörtur dæmdi þennan leik í dag og virtist framanaf vera gera það bara prýðilega vel. Það voru hins vegar stórir kaflar í seinni hálfleik þar sem línan virtist mjög óljós sem hann var að fylgja.

"Ég verð bara að segja eins og er. Það er bara oft þegar svona gæjar koma úr pepsi deild, þeir verða bara að bera virðingu fyrir þessu. Það þýðir ekki að vera með einhvern töffarahátt. Menn verða vera með einhvern standard það er bara þannig"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner