Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
   sun 06. september 2020 16:47
Ármann Örn Guðbjörnsson
Bjarni Jó óskar eftir standard: Þýðir ekki að vera með einhvern töffarahátt
Lengjudeildin
Bjarni var hundfúll út í dómara leiksins
Bjarni var hundfúll út í dómara leiksins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Jóhannsson fór með sína menn í Vestra í heimsókn í höfuðborgina þar sem liðið mætti Þrótti Reykjavík. Þróttarar byrjuðu leikinn á því að beita virkilega góðum skyndisóknum og voru Dion Acoff og Lárus Björnsson þar í aðalhlutverki. Vestra menn voru mun meira með boltann en áttu erfitt með að koma sér framhjá vörn Þróttara og lokaniðurstaða leiksins 2-1 sigur Þróttar.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 Vestri

"Mjög svekkjandi. Getum sjálfum okkur um kennt hvernig við byrjuðum leikinn. Við vorum bara ekki í nógu miklum fókus. Mér fannst við vera með allan leikinn en það vantaði bara uppá grimmdina við teiginn en svona er þetta stundum"

Eins og fyrr segir þá voru Vestra menn miklu meira með boltann og stjórnuðu bróður partnum af leiknum frá A til Ö en allt kom fyrir ekki og það gekk illa að skapa færin.

"Þeir voru náttúrulega bara allir í vörn eðlilega og voru að reyna verja þetta eins og þeir gátu. Svo voru líka ákveðnir dómar sem voru rosalega óhagstæðir okkur. Mér fannst dómarinn bara gjörsamlega vera á þeirra bandi"

Sigurður Hjörtur dæmdi þennan leik í dag og virtist framanaf vera gera það bara prýðilega vel. Það voru hins vegar stórir kaflar í seinni hálfleik þar sem línan virtist mjög óljós sem hann var að fylgja.

"Ég verð bara að segja eins og er. Það er bara oft þegar svona gæjar koma úr pepsi deild, þeir verða bara að bera virðingu fyrir þessu. Það þýðir ekki að vera með einhvern töffarahátt. Menn verða vera með einhvern standard það er bara þannig"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan
Athugasemdir
banner
banner