Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
banner
   sun 06. september 2020 16:47
Ármann Örn Guðbjörnsson
Bjarni Jó óskar eftir standard: Þýðir ekki að vera með einhvern töffarahátt
Lengjudeildin
Bjarni var hundfúll út í dómara leiksins
Bjarni var hundfúll út í dómara leiksins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Jóhannsson fór með sína menn í Vestra í heimsókn í höfuðborgina þar sem liðið mætti Þrótti Reykjavík. Þróttarar byrjuðu leikinn á því að beita virkilega góðum skyndisóknum og voru Dion Acoff og Lárus Björnsson þar í aðalhlutverki. Vestra menn voru mun meira með boltann en áttu erfitt með að koma sér framhjá vörn Þróttara og lokaniðurstaða leiksins 2-1 sigur Þróttar.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 Vestri

"Mjög svekkjandi. Getum sjálfum okkur um kennt hvernig við byrjuðum leikinn. Við vorum bara ekki í nógu miklum fókus. Mér fannst við vera með allan leikinn en það vantaði bara uppá grimmdina við teiginn en svona er þetta stundum"

Eins og fyrr segir þá voru Vestra menn miklu meira með boltann og stjórnuðu bróður partnum af leiknum frá A til Ö en allt kom fyrir ekki og það gekk illa að skapa færin.

"Þeir voru náttúrulega bara allir í vörn eðlilega og voru að reyna verja þetta eins og þeir gátu. Svo voru líka ákveðnir dómar sem voru rosalega óhagstæðir okkur. Mér fannst dómarinn bara gjörsamlega vera á þeirra bandi"

Sigurður Hjörtur dæmdi þennan leik í dag og virtist framanaf vera gera það bara prýðilega vel. Það voru hins vegar stórir kaflar í seinni hálfleik þar sem línan virtist mjög óljós sem hann var að fylgja.

"Ég verð bara að segja eins og er. Það er bara oft þegar svona gæjar koma úr pepsi deild, þeir verða bara að bera virðingu fyrir þessu. Það þýðir ekki að vera með einhvern töffarahátt. Menn verða vera með einhvern standard það er bara þannig"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan
Athugasemdir
banner
banner