Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   sun 06. september 2020 16:47
Ármann Örn Guðbjörnsson
Bjarni Jó óskar eftir standard: Þýðir ekki að vera með einhvern töffarahátt
Lengjudeildin
Bjarni var hundfúll út í dómara leiksins
Bjarni var hundfúll út í dómara leiksins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Jóhannsson fór með sína menn í Vestra í heimsókn í höfuðborgina þar sem liðið mætti Þrótti Reykjavík. Þróttarar byrjuðu leikinn á því að beita virkilega góðum skyndisóknum og voru Dion Acoff og Lárus Björnsson þar í aðalhlutverki. Vestra menn voru mun meira með boltann en áttu erfitt með að koma sér framhjá vörn Þróttara og lokaniðurstaða leiksins 2-1 sigur Þróttar.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 Vestri

"Mjög svekkjandi. Getum sjálfum okkur um kennt hvernig við byrjuðum leikinn. Við vorum bara ekki í nógu miklum fókus. Mér fannst við vera með allan leikinn en það vantaði bara uppá grimmdina við teiginn en svona er þetta stundum"

Eins og fyrr segir þá voru Vestra menn miklu meira með boltann og stjórnuðu bróður partnum af leiknum frá A til Ö en allt kom fyrir ekki og það gekk illa að skapa færin.

"Þeir voru náttúrulega bara allir í vörn eðlilega og voru að reyna verja þetta eins og þeir gátu. Svo voru líka ákveðnir dómar sem voru rosalega óhagstæðir okkur. Mér fannst dómarinn bara gjörsamlega vera á þeirra bandi"

Sigurður Hjörtur dæmdi þennan leik í dag og virtist framanaf vera gera það bara prýðilega vel. Það voru hins vegar stórir kaflar í seinni hálfleik þar sem línan virtist mjög óljós sem hann var að fylgja.

"Ég verð bara að segja eins og er. Það er bara oft þegar svona gæjar koma úr pepsi deild, þeir verða bara að bera virðingu fyrir þessu. Það þýðir ekki að vera með einhvern töffarahátt. Menn verða vera með einhvern standard það er bara þannig"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner