Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   sun 06. september 2020 16:45
Ármann Örn Guðbjörnsson
Gunnar Guðmunds: Mikilvægt að taka loksins sigur á heimavelli
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Guðmundsson stýrði sínum strákum í Þrótti til sigurs á heimavelli í fyrsta sinn í sumar þegar liðið fékk Vestra í heimsókn í Laugardalinn.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 Vestri

"Gríðarlega sáttur. Vinnuframlagið var algjörlega til fyrirmyndar. Þeir börðust eins og ljón allan leikinn og við uppskárum mjög sterkan sigur. Mikilvægt að taka loksins fyrsta sigurinn hérna á heimavelli. Það var margt gott í dag."

Dion Acoff byrjaði leikinn virkilega vel og skoraði til að mynda fyrsta mark leiksins. Hann fór hins vegar útaf meiddur eftir rúman hálftíma eftir að svo virtist hafa tognað aftaní læri. Lárus Björnsson var einnig mjög sterkur í fyrri hálfleik þegar Þróttarar beittu skyndisóknum og nældi hann til að mynda í víitaspyrnuna sem uppskar annað markið. Hann fór útaf í hálfleik og um miðjan seinni hálfleikinn fór Guðmundur Axel einnig útaf meiddur.

"Það er bara spurning hversu alvarlegt þetta er. Það er vika í næsta leik og ég vona að einhverjir nái sér fyrir það. Við verðum bara að vona það besta.. við erum ekki með mjög breiðan hóp."

Gunnar hrósaði varnarmönnum sínum í hástert eftir leik fyrir vinnuframlag sitt. 

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan
Athugasemdir
banner
banner