Amanda Andradóttir (Valur)
Valur hefur heldur betur verið að spila vel að undanförnu og stór ástæða fyrir því er frammistaða Amöndu Andradóttur sem hefur komið gríðarlega sterk inn.
Þessi efnilegi leikmaður átti stórleik í 6-0 sigri gegn Þór/KA í 19. umferð Bestu deildarinnar og er leikmaður umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar.
Þessi efnilegi leikmaður átti stórleik í 6-0 sigri gegn Þór/KA í 19. umferð Bestu deildarinnar og er leikmaður umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar.
Sjá einnig:
Sterkasta lið 19. umferðar - Þróttarar gengu á lagið
„Auðvelt að byrja þessa færslu á fullyrðingu sem ég tel mig geta staðið við. Amanda Andradóttir er besti leikmaður Bestu-deildarinnar í dag!" skrifaði Hafliði Breiðfjörð í skýrslu sinni frá leiknum. „Hún átti þvílíkan stórleik í dag, skoraði fyrsta markið, lagði svo upp fjögur og var dugleg að koma sjálfri sér, og liðsfélögunum í góð færi."
Amanda, sem er 19 ára gömul, kom aftur heim í sumar eftir að hafa spilað í Danmörku, Noregi og Svíþjóð undanfarin ár. Hún stoppar ekki á Íslandi mikið lengur.
„Hvernig kemur það til að Valur fær tækifæri á að fá Amöndu?" spurði Sverrir Örn Einarsson í Heimavellinum og er það býsna góð spurning en hjá Val hefur hún fengið stórt hlutverk eftir því sem hefur liðið á.
„Amanda er búin að taka yfir þessa deild," sagði Elíza Gígja Ómarsdóttir.
Þetta er kannski gott dæmi um það að taka eitt skref til baka til þess að taka tvö skref fram á við.
Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)
2. umferð - Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
3. umferð - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Stjarnan)
4. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
5. umferð - Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik)
6. umferð - Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur)
7. umferð - Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.)
8. umferð - Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
9. umferð - Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
10. umferð - Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik)
11. umferð - Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
12. umferð - Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
13. umferð - Guðný Geirsdóttir (ÍBV)
14. umferð - Katie Cousins (Þróttur R)
15. umferð - Aldís María Jóhannsdóttir (Tindastóll)
16. umferð - Monica Wilhelm (Tindastóll)
17. umferð - Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur)
18. umferð - Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir