Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
   fös 06. september 2024 19:33
Brynjar Ingi Erluson
Bonmatí verður launahæsta fótboltakona heims
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Spænska landsliðskonan Aitana Bonmatí er nálægt því að gera nýjan samning við Barcelona en samningurinn mun gera hana að launahæstu fótboltakonu heims.

Bonmatí, sem er 26 ára gömul, er besta fótboltakona heims, en hún vann hin eftirsóttu Ballon d'Or verðlaun á síðasta ári og er talin sigurstranglegust til að vinna þau aftur í ár.

Enska félagið Chelsea hefur sýnt því mikinn áhuga á að fá Bonmatí en það er útlit fyrir að hún verði áfram í Barcelona.

BBC segir hana nefnilega nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Börsunga, en lengd samningsins kemur ekki fram.

Samningurinn mun gera hana að launahæstu fótboltakonu heims.

Bonmatí var mikilvægur hluti af Barcelona-liðinu sem vann Meistaradeild Evrópu í þriðja sinn í lok síðasta tímabils og skoraði í sjálfum úrslitaleiknum í 2-0 sigrinum á Lyon. Bonmatí var í kjölfarið valin besti leikmaður keppninnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner