Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
   fös 06. september 2024 21:52
Brynjar Ingi Erluson
Stjarna Tyrklands fór haltrandi af velli - Gæti misst af leiknum gegn Íslandi
Icelandair
Arda Güler
Arda Güler
Mynd: EPA
Stjarna tyrkneska landsliðsins, Arda Güler, gæti misst af leik liðsins gegn Íslandi á mánudag er þjóðirnar eigast við í Þjóðadeild Evrópu, en hann fór meiddur af velli í markalausa jafnteflinu gegn Wales í kvöld.

Güler er talinn efnilegasti leikmaður Tyrklands í dag og eru margir á því að innan nokurra ára verði hann þegar orðinn besti leikmaður í sögu tyrkneska fótboltans.

Þessi 19 ára gamli sóknarsinnaði miðjumaður var langbesti leikmaður Tyrkja sem komst í 8-liða úrslit Evrópumótsins í sumar.

Hann er á mála hjá Real Madrid á Spáni en hann skoraði sex mörk í tólf leikjum sínum með Madrídingum á síðustu leiktíð og hefur þá komið við sögu í fjórum leikjum á þessu tímabili.

Samkvæmt AS þá meiddist Güler á kálfa undir lok leiks gegn Wales í kvöld, en hann fór haltrandi af velli sem setur stórt spurningarmerki við þátttöku hans í leiknum gegn Íslandi á mánudag.

Þetta yrði mikil blóðtaka fyrir Tyrki en sömuleiðis mikill kostur fyrir Ísland sem vonast til þess að sækja annan sigur sinn í Þjóðadeildinni.
Athugasemdir
banner
banner