Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
   lau 06. september 2025 23:20
Elvar Geir Magnússon
Svakaleg lokaumferð framundan - Úrslitaleikur Þróttar og Þórs
Lengjudeildin
Það verður úrslitaleikur á AVIS!
Það verður úrslitaleikur á AVIS!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar.
Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Siggi Höskulds, þjálfari Þórs.
Siggi Höskulds, þjálfari Þórs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hver einasti leikur skiptir máli í lokaumferð Lengjudeildarinnar næsta laugardag. Þá mun ráðast hvaða lið kemst beint upp, hvaða lið mætast í umspilinu og hvaða lið fellur með Fjölni.

Tvö efstu lið deildarinnar mætast í rosalegum úrslitaleik. Njarðvíkingar vonast eftir jafntefli þar því það opnar möguleika á því að þeir hrifsi toppsætið!

laugardagur 13. september
14:00 ÍR-Fylkir (AutoCenter-völlurinn)
14:00 Fjölnir-Leiknir R. (Egilshöll)
14:00 Þróttur R.-Þór (AVIS völlurinn)
14:00 Völsungur-HK (PCC völlurinn Húsavík)
14:00 Njarðvík-Grindavík (JBÓ völlurinn)
14:00 Selfoss-Keflavík (JÁVERK-völlurinn)

Baráttan um toppsætið - Svakalegur leikur í Laugardal
Liðið sem vinnur deildina fer beint upp í Bestu deildina. Þróttur, sem er í öðru sæti, tekur á móti toppliði Þórs í hreinum úrslitaleik um að fara beint upp. Sigurliðið í leiknum mun leika í Bestu deildinni á næsta tímabili!

Ef leikurinn endar með jafntefli þá stelur Njarðvík toppsætinu með því að vinna Grindavík. Ef Njarðvík vinnur ekki þá nægir Þór jafntefli í Laugardalnum til að tryggja sér efsta sætið.

Baráttan um umspilið - Keflavík gæti komist inn
HK og ÍR nægir jafntefli í sínum leikjum í lokaumferðinni til að innsigla sæti umspilinu. Keflavík á möguleika á því að taka umspilssætið af öðru hvoru liðinu með því að vinna Selfoss.

Fjögur lið í fallhættu - Fylkir gæti enn farið niður
Fjölnismenn eru fallnir en spennandi að sjá hverjir fara með þeim niður. Selfoss er í fallsæti en Leiknir, Fylkir og Grindavík eru einnig öll í fallhættu fyrir lokaumferðina. Ef Selfyssingar tapa gegn Keflavík þá falla þeir, jafntefli dugar þeim bara ef Leiknir tapar gegn Fjölni.

Ef Selfoss og Leiknir vinna bæði en Fylkir tapar gegn ÍR þá falla Árbæingar. Grindavík gæti enn fallið ef liðið vinnur ekki Njarðvík en þá þurfa liðin þrjú fyrir neðan öll að ná hagstæðum úrslitum.

Liðin sem hafa að engu að keppa
Þau eru bara tvö. Völsungur heldur sér í deildinni og Fjölnismenn eru farnir niður.

Fyrirkomulagið
Bara liðið í efsta sæti kemst upp í Bestu deildina. Liðin sem enda í sætum 2-5 munu fara í umspil, undanúrslit heima og að heiman, sem endar með hreinum úrslitaleik á Laugardalsvelli. Þetta er þriðja tímabilið með þessu fyrirkomulagi.
Athugasemdir