Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
   lau 06. september 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Greenwood ekki inni í myndinni hjá Tuchel
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mason Greenwood, leikmaður Marseille, er mikið í umræðunni þessa dagana en landsliðsferillinn hans er í lausu lofti.

Kærasta Greenwood sakaði hann um ofbeldi árið 2022 en málið var látið niður falla að lokum.

Tveimur árum áður var hann rekinn heim úr landsliðsverkefni ásamt Phil Foden eftir að þeir brutu Covid reglur og buðu tveimur stúlkum upp á hótel til sín eftir leik gegn Íslandi á Laugardalsvelli. Það var eini landsleikurinn hans til þessa.

Hann getur einnig spilað fyrir landslið Jamaíku en hefur ekki gefið kost á sér til þessa. Thomas Tuchel, landsliðsþjálfari Englands, var spurður að því fyrir leik liðsins gegn Andorra í dag í undankeppni HM hvort Greenwood væri inn í myndinni hjá sér.

„Ég hef ekki rætt við hann. Ég skil þetta þannig að hann er að reyna spila fyrir Jamaíku svo við spáðum ekki í það. Hann er ekki inn í myndinni núna," sagði Tuchel.
Athugasemdir
banner