Guehi mun ekki endurnýja - Man Utd gæti selt Onana - Bissouma gæti enn fært sig um set
   mið 03. september 2025 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Sagði það draum að spila í Meistaradeildinni en var síðan ekki valinn í hópinn
Mynd: Chelsea
Argentínski sóknartengiliðurinn Facundo Buonanotte gekk óvænt í raðir Chelsea á láni frá Brighton undir lok gluggans, en viðtal hans vekur mikla athygli í dag eftir að hann var ekki valinn í Meistaradeildarhóp liðsins fyrir fyrri hluta tímabilsins.

Chelsea þurfti að fylla upp í hópinn til að hafa hann eins samkeppnishæfan og mögulegt var.

Buonanotte var greinilega ekki hugsaður fyrir Meistaradeildina, en hópurinn var tilkynntur í dag og var nafn hans hvergi að finna.

Argentínumaðurinn ræddi við heimasíðu Chelsea þegar hann skrifaði undir hjá félaginu en setning úr því viðtali hefur farið eins og eldur í sinu um netheima.

„Ég fæ tækifærið til að spila í Meistaradeildinni í fyrsta sinn, sem verður frábær áskorun fyrir mig,“ sagði Buonanotte, sem er eflaust vonsvikinn eftir tilkynningu dagsins.

Hann á þó enn möguleika á að komast í hópinn á þessu tímabili, en þessi hópur er aðeins fyrir deildarkeppnina. Ef Buonanotte spilar vel fyrir áramót getur hann verið skráður í hópinn í febrúar.

Hópurinn: Robert Sanchez, Filip Jörgensen, Tosin Adarabioyo, Benoit Badiashile, Trevoh Chalobah, Wesley Fofana, Marc Cucurella, Reece James, Jorrel Hato, Levi Colwill, Malo Gusto, Moises Caicedo, Dario Essugo, Enzo Fernandes, Andrey Santos, Liam Delap, Alejandro Garnacho, Jamie Gittens, Marc Guiu, Pedro Neto, Cole Palmer, Joao Pedro, Estevao.
B-listi: Josh Acheampong, Tyrique George, Romeo Lavia.
Athugasemdir