KH mun spila í 3. deild karla á næsta ári eftir að hafa unnið 3-1 sigur á Kríu í lokaumferð 4. deildar í kvöld. Tap Kríu þýðir að liðið er fallið niður um deild. KÁ, sem varð meistari á dögunum, fór taplaust í gegnum tímabilið.
Kría 1 - 3 KH
0-1 Haukur Ásberg Hilmarsson ('9 , Mark úr víti)
0-2 Sigfús Kjalar Árnason ('17 )
1-2 Arnar Þór Helgason ('72 , Mark úr víti)
1-3 Sigfús Kjalar Árnason ('85 )
KH-menn þurftu að minnsta kosti stig til að tryggja sig upp um deild og fór þetta nokkuð vel af stað í kvöld.
Haukur Ásberg Hilmarsson skoraði úr vítaspyrnu á 9. mínútu áður en Sigfús Kjalar Árnason bætti við öðru átta mínútum síðar.
Arnar Þór Helgason náði að klóra í bakkann fyrir Kríu með marki úr vítaspyrnu á 72. mínútu. Markið sló Hlíðarendafélagið ekki út af laginu, sem bætti við þriðja markinu fimm mínútum fyrir lok venjulegsleiktíma. Sigfús Kjalar með sitt annað mark í leiknum og það áttunda í sumar.
KH tók því annað sætið með 36 stig en Kría hafnaði í neðsta sæti með aðeins 13 stig.
Kría Christos Iliadis (m), Bjarni Rögnvaldsson, Einar Örn Sigurðsson (66'), Skarphéðinn Traustason, Tómas Helgi Snorrason, Ólafur Stefán Ólafsson, Hafþór Bjarki Guðmundsson, Arnar Þór Helgason, Guðmundur Gígjar Sigurbjörnsson, Magnús Birnir Þórisson (80'), Kristófer Þór Magnússon
Varamenn Vilhelm Bjarki Viðarsson (80'), Ingi Hrafn Guðbrandsson, Kolbeinn Ólafsson, Gústaf Sigurðsson (66'), Haraldur Ingi Ólafsson, Markús Þórðarson, Atli Þór Jónsson
KH Flóki Skjaldarson (m), Sturla Ármannsson, Loki Gunnar Rósinkranz, Kristófer Heimisson, Sigfús Kjalar Árnason (88'), Haukur Ásberg Hilmarsson (72'), Luis Carlos Cabrera Solys (88'), Birgir Ólafur Helgason, Rigon Jón Kaleviqi (46'), Baldvin Orri Friðriksson (72'), Bjarmi Kristinsson
Varamenn Patrik Írisarson Santos (46), Mikael Aron Árnason, Benedikt Jóel Elvarsson (88), Sveinn Þorkell Jónsson (88), Emil Nönnu Sigurbjörnsson (72), Luis Alberto Rodriguez Quintero (72), Heimir Tjörvi Magnússon (m)
KÁ 8 - 4 Vængir Júpiters
1-0 Gísli Þröstur Kristjánsson ('11 )
1-1 Bragi Már Jóhannsson ('28 )
2-1 Nikola Dejan Djuric ('28 )
3-1 Ágúst Jens Birgisson ('37 )
3-2 Bjarki Fannar Arnþórsson ('41 )
4-2 Nikola Dejan Djuric ('49 )
5-2 Arnór Pálmi Kristjánsson ('52 )
6-2 Ágúst Jens Birgisson ('55 )
7-2 Carlos Magnús Rabelo ('69 )
7-3 Arnar Ragnars Guðjohnsen ('76 )
7-4 Arnar Ragnars Guðjohnsen ('84 )
8-4 Ágúst Jens Birgisson ('88 )
Meistararnir í KÁ buðu upp á markaveislu er bikarinn fór á loft á BIRTU-vellinum í Hafnarfirði. Liðið fagnaði titlinum með að fara taplaust í gegnum tímabilið.
Ágúst Jens Birgisson skoraði þrennu, Nikola Dejan Djuric og Gísli Þröstur Kristjánsson báðir með tvö og þá gerði Carlos Magnús Rabelo eitt. KSÍ og KÁ kemur að vísu ekki saman um fimmta markið, en KÁ segir Gísla hafa skorað það á meðan KSÍ segir Arnór Pálma Kristjánsson, tvíburabróðir Gísla, hafa skorað.
Vængirnir náðu að bíta nokkrum sinnum frá sér í leiknum og skoruðu fjögur mörk og varð aðeins annað liðið til að ná að gera það gegn KÁ í sumar.
KÁ fór taplaust í gegnum tímabilið. Það vann þrettán leiki og gerði fimm jafntefli og endaði því með 44 stig á toppnum. Magnað afrek!
Þetta er í fyrsta sinn síðan 2022 sem þetta gerist en þá fór Einherji bæði taplaust í gegnum riðilinn og í gegnum úrslitakeppnina.
KÁ Sindri Þór Sigurðsson (m), Birkir Þór Guðjónsson, Sindri Hrafn Jónsson (72'), Sindri Björn Hjaltested, Andri Freyr Baldursson (55'), Arnór Pálmi Kristjánsson, Gísli Þröstur Kristjánsson (55'), Ágúst Jens Birgisson, Carlos Magnús Rabelo (72'), Nikola Dejan Djuric (55'), Sævar Gylfason
Varamenn Þórir Eiðsson (55'), Baldur Örn Þórarinsson, Ólafur Sveinmar Guðmundsson (72'), Egill Örn Atlason (55'), Kristján Ómar Björnsson, Þórður Örn Jónsson (55'), Victor Gauti Wium Jóhannsson (72')
Vængir Júpiters Víðir Gunnarsson (m), Andri Freyr Björnsson, Atli Fannar Hauksson, Birgir Þór Ólafsson, Bragi Már Jóhannsson (72'), Jónas Breki Svavarsson, Bjarki Fannar Arnþórsson, Björn Orri Sigurdórsson (46'), Númi Steinn Hallgrímsson, Birgir Þór Jóhannsson, Fannar Bragason (60')
Varamenn Jósef Farajsson Shwaiki, Hinrik Steingrímur Sigurðarson, Arnar Ragnars Guðjohnsen (60), Heiðmar Trausti Elvarsson (46)
Elliði 3 - 1 Álftanes
1-0 Nikulás Ingi Björnsson ('36 )
1-1 Óliver Berg Sigurðsson ('42 )
2-1 Nikulás Ingi Björnsson ('61 )
3-1 Andri Már Hermannsson ('79 )
Elliði vann Álftanes, 3-1, á Fylkisvellinum.
Nikulás Ingi Björnsson skoraði tvívegis og Andri Már Hermannsson eitt fyrir heimamenn.
Elliði hafnaði í 4. sæti deildarinnar með 29 stig en Álftanes í 6. sæti með 21 stig.
Elliði Hrannar Hlíðdal Þorvaldsson (m), Eyjólfur Andri Sverrisson (46'), Óðinn Arnarsson, Jóhann Andri Kristjánsson (85'), Andri Már Hermannsson (85'), Daníel Steinar Kjartansson (72'), Emil Ásgeir Emilsson, Viktor Máni Róbertsson, Nikulás Ingi Björnsson, Gylfi Gestsson, Guðmundur Árni Jónsson (72')
Varamenn Gunnar A. Scheving (46'), Snorri Geir Ríkharðsson (72'), Pétur Óskarsson (72'), Jón Halldór Lovísuson (85'), Benedikt Elí Bachmann (85'), Óttar Ögmundsson, Davíð Arnar Sigvaldason (m)
Álftanes Ingólfur Hávarðarson (m), Sveinn Sær Vattnes Ingólfsson, Stefán Ingi Gunnarsson, Skarphéðinn Haukur Lýðsson (64'), Magnús Ársælsson (64'), Stefán Smári Halldórsson (75'), Óliver Berg Sigurðsson, Bessi Thor Jónsson, Björn Dúi Ómarsson (64') (75'), Pálmar Sveinsson, Ingvar Atli Auðunarson
Varamenn Ísak Óli Ólafsson, Kristján Lýðsson (64), Markús Hávar Jónsson (75), Stephan Briem (64), Hilmir Ingi Jóhannesson, Bjarni Leó Sævarsson (75), Brynjar Örn Birgisson (64)
4. deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. KÁ | 18 | 13 | 5 | 0 | 78 - 25 | +53 | 44 |
2. KH | 18 | 11 | 3 | 4 | 45 - 27 | +18 | 36 |
3. Árborg | 17 | 8 | 6 | 3 | 39 - 29 | +10 | 30 |
4. Elliði | 18 | 8 | 5 | 5 | 38 - 33 | +5 | 29 |
5. Vængir Júpiters | 18 | 6 | 7 | 5 | 35 - 39 | -4 | 25 |
6. Álftanes | 18 | 6 | 3 | 9 | 29 - 38 | -9 | 21 |
7. Hafnir | 17 | 5 | 1 | 11 | 32 - 46 | -14 | 16 |
8. KFS | 17 | 5 | 1 | 11 | 28 - 61 | -33 | 16 |
9. Hamar | 17 | 4 | 3 | 10 | 30 - 38 | -8 | 15 |
10. Kría | 18 | 3 | 4 | 11 | 28 - 46 | -18 | 13 |
Athugasemdir