Guehi mun ekki endurnýja - Man Utd gæti selt Onana - Bissouma gæti enn fært sig um set
   mið 03. september 2025 22:45
Brynjar Ingi Erluson
Dýrasti leikmaður í sögu Forest ekki í hópnum
Mynd: Nottingham Forest
Omari Hutchinson, dýrasti leikmaður í sögu Nottingham Forest, er ekki í Evrópudeildarhópnum fyrir deildarkeppnina sem hefst síðar í þessum mánuði.

Forest keypti Hutchinson frá Ipswich Town á 37,5 milljónir punda í síðasta mánuði sem gerði hann að dýrasta leikmanni í sögu félagsins.

Félagið ætlar hins vegar ekki að treysta á hann í deildarkeppni Evrópudeildarinnar.

Annað hvort er Nuno Espirito Santo að reyna láta reka sig frá Forest eða þá að félagið er kokhraust um að það komist í úrslitakeppnina, en það getur skráð hann í hópinn í febrúar svo lengi sem liðið er áfram í keppninni.

Oleksandr Zinchenko, sem kom á láni frá Arsenal undir lok gluggans, er ekki heldur í hópnum.


Athugasemdir
banner