Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   fim 06. október 2022 12:15
Elvar Geir Magnússon
Ejub lætur af störfum hjá Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ejub Purisevic hefur látið af störfum hjá Stjörnunni eftir þriggja ára starf. Ejub starfaði við þjálfun yngri iðkenda hjá Garðabæjarfélaginu og var afreksþjálfari.

Hann var svo tímabundið aðstoðarþjálfari meistaraflokks. Starf yngri flokka hjá Stjörnunni hefur verið eitt það besta á landinu og félagið skilað mörgum leikmönnum í yngri landslið og í leikmönnum í atvinnumennsku.

Ejub hætti með Víking Ólafsvík 2019 eftir 17 ár hjá félaginu en þar náði hann hreinlega mögnuðum árangri. Undir hans stjórn lék liðið þrjú tímabil í efstu deild og komst tvívegis í undanúrslit í bikarnum.

Spennandi verður að sjá hvert næsta verkefni hans verður en hann hefur þegar verið orðaður við Grindavík sem er í þjálfaraleit. Fleiri félög hafa sett sig í samband við hann samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Sjá einnig:
Mögnuð fótboltasaga Ejub Purisevic
Athugasemdir
banner
banner