Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   fim 06. október 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Valur ætlar ekki að framlengja við fleiri leikmenn
Birkir Már Sævarson fær ekki nýjan samning
Birkir Már Sævarson fær ekki nýjan samning
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Heimisson er að renna út á samningi
Birkir Heimisson er að renna út á samningi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Vals, framlengdi samning sinn við félagið til næstu þriggja ára í gær, en félagið ætlar ekki að framlengja við fleiri leikmenn sem eru að renna út á samningi. Þetta sagði Guðmundur Benediktsson í Stúkunni í gær.

Ólafur Jóhannesson mun láta af störfum hjá Val eftir tímabilið er samningur hans við félagið rennur út og mun Arnar Grétarsson taka við liðinu en hann hefur þegar gert munnlegt samkomulag um að taka við keflinu.

Sigurður Heiðar Höskuldsson verður aðstoðarmaður hans eins og hefur komið fram á Fótbolta.net.

Guðmundur sagði í Stúkunni
Ellefu leikmenn eru að renna út á samningi þar á meðal Birkir Már Sævarsson, Orri Sigurður Ómarsson, Birkir Heimisson, Sebastian Hedlund og Lasse Petry og Rasmus Christiansen.

„Það eru sögusagnir um það að aðrir leikmenn sem eru að renna út á samning hjá Val að það verði ekki endursamið við þá. Það eru skilaboð frá nýjum þjálfara að hann sjái ekki að hann þurfi á þeim að halda."

„Þetta eru margir leikmenn. Þetta er Birkir Már, það á að gerast sjálfkrafa, hann er með tattúið og þetta á að gerast sjálfkrafa,"
sagði Guðmundur.

Þorkell Máni skilur ekki af hverju Birkir Már fær ekki framlengingu enda Valsari í húð og hár.

„Það væri alveg grillað ef það er ekki framlengt við leikmann sem er búinn að spila 22 leiki í þessu liði. Þá held ég að það verði tekið upp símann og reyna að ná í kallinn," sagði hann ennfremur.

Leikmenn sem eru að renna út á samningi:
Sebastian Hedlund 1995 31.10.2022
Birkir Már Sævarsson 1984 16.10.2022
Rasmus Christiansen 1989 16.10.2022
Birkir Heimisson 2000 16.10.2022
Orri Sigurður Ómarsson 1995 16.10.2022
Arnór Smárason 1988 16.10.2022
Andri Adolphsson 1992 16.10.2022
Lasse Petry 1992 31.10.2022
Kári Daníel Alexandersson 2003 16.10.2022
Ásgeir Þór Magnússon 1991 Samningslaus
Kristófer André Kjeld Cardoso 2002 16.10.2022
Athugasemdir
banner
banner
banner