Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
   fös 06. október 2023 23:54
Sölvi Haraldsson
Hetja Breiðabliks: Ég elska að spila á Hlíðarenda
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður virkilega vel. Sætustu sigrarnir eru þessir 1-0 sigrar þótt að við hefðum getað skorað og þær líka. Mjög góður leikur hjá okkur taktískt séð.“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, maður leiksins í dag þegar Breiðablik vann Val á útivelli 1-0 en það var Katrín sem skoraði sigurmarkið.


Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 Breiðablik

Leikurinn var leikur tveggja hálfleika þar sem Blikarnir gátu nánast ekki keypt sér færi í fyrri hálfleik en fengu fullt af færum í seinni hálfleik. Katrín var spurð hvort þjálfararnir höfðu breytt einvherju í hálfleik.

Við ræddum um það að halda áfram með það sem við vorum að gera og vera með agaðri varnarleik. Sem við gerðum. Við náðum að opna þær meira í seinni hálfleik líklega því þær stigu ofar á völlinn. En við ætluðum ekki að breyta neinu þannig séð í hálfleik.

Katrín skoraði 2-0 fyrir Blika í seinni hálfleik en flaggið fór á loft. Katrín er ekki búin að sjá atvikið aftur en heyrir í kringum sig að dómurinn hafi mögulega verið ekki réttur.

Ég er ekki búin að skoða það en ég er búin að heyra frá öðrum að þetta hafi ekki verið rangstaða. En skiptir engu máli því við unnum 1-0 og það er það sem skiptir mig máli í dag.“

Eftir nokkra tapleiki í röð eftir bikarúrslitinn fóru titilvonir Blika en var markmiðið þá alltaf Meistaradeildin eftir þessa tapleiki?

Stefnan var Meistaradeildin eftir erfiðan Ágústmánuð. Við gerðum það vel.

Breiðablik vann Val tvisvar sinnum í sumar sem þýðir mögulega að það voru hinir leikirnir á leiktíðinni sem Breiðablik náðu ekki að klára til þess að verða Íslandsmeistarar.

Ágúst var ekki góður hjá okkur og þar voru nokkrir leikir þar sem við hefðum átt að gera betur. En persónulega finnst mér gaman að spila á móti Val. Ég elska að spila hérna á Hlíðarenda. Virkilega skemmtilegur völlur. En eins og ég segi að þá komum við sterkar eftir erfiðan Ágústmánuð og við gerðum það vel.

Verður Katrín Ásbjörnsdóttir ennþá hjá Breiðablik á næstu leiktíð?

Já ég á eitt ár eftir af samning þannig ég verð áfram hjá Breiðablik.“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, maður leiksins þegar Breiðablik vann Val 1-0 á Hlíðarenda.


Athugasemdir
banner
banner