Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   fös 06. október 2023 23:54
Sölvi Haraldsson
Hetja Breiðabliks: Ég elska að spila á Hlíðarenda
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður virkilega vel. Sætustu sigrarnir eru þessir 1-0 sigrar þótt að við hefðum getað skorað og þær líka. Mjög góður leikur hjá okkur taktískt séð.“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, maður leiksins í dag þegar Breiðablik vann Val á útivelli 1-0 en það var Katrín sem skoraði sigurmarkið.


Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 Breiðablik

Leikurinn var leikur tveggja hálfleika þar sem Blikarnir gátu nánast ekki keypt sér færi í fyrri hálfleik en fengu fullt af færum í seinni hálfleik. Katrín var spurð hvort þjálfararnir höfðu breytt einvherju í hálfleik.

Við ræddum um það að halda áfram með það sem við vorum að gera og vera með agaðri varnarleik. Sem við gerðum. Við náðum að opna þær meira í seinni hálfleik líklega því þær stigu ofar á völlinn. En við ætluðum ekki að breyta neinu þannig séð í hálfleik.

Katrín skoraði 2-0 fyrir Blika í seinni hálfleik en flaggið fór á loft. Katrín er ekki búin að sjá atvikið aftur en heyrir í kringum sig að dómurinn hafi mögulega verið ekki réttur.

Ég er ekki búin að skoða það en ég er búin að heyra frá öðrum að þetta hafi ekki verið rangstaða. En skiptir engu máli því við unnum 1-0 og það er það sem skiptir mig máli í dag.“

Eftir nokkra tapleiki í röð eftir bikarúrslitinn fóru titilvonir Blika en var markmiðið þá alltaf Meistaradeildin eftir þessa tapleiki?

Stefnan var Meistaradeildin eftir erfiðan Ágústmánuð. Við gerðum það vel.

Breiðablik vann Val tvisvar sinnum í sumar sem þýðir mögulega að það voru hinir leikirnir á leiktíðinni sem Breiðablik náðu ekki að klára til þess að verða Íslandsmeistarar.

Ágúst var ekki góður hjá okkur og þar voru nokkrir leikir þar sem við hefðum átt að gera betur. En persónulega finnst mér gaman að spila á móti Val. Ég elska að spila hérna á Hlíðarenda. Virkilega skemmtilegur völlur. En eins og ég segi að þá komum við sterkar eftir erfiðan Ágústmánuð og við gerðum það vel.

Verður Katrín Ásbjörnsdóttir ennþá hjá Breiðablik á næstu leiktíð?

Já ég á eitt ár eftir af samning þannig ég verð áfram hjá Breiðablik.“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, maður leiksins þegar Breiðablik vann Val 1-0 á Hlíðarenda.


Athugasemdir