Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   fös 06. október 2023 23:54
Sölvi Haraldsson
Hetja Breiðabliks: Ég elska að spila á Hlíðarenda
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður virkilega vel. Sætustu sigrarnir eru þessir 1-0 sigrar þótt að við hefðum getað skorað og þær líka. Mjög góður leikur hjá okkur taktískt séð.“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, maður leiksins í dag þegar Breiðablik vann Val á útivelli 1-0 en það var Katrín sem skoraði sigurmarkið.


Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 Breiðablik

Leikurinn var leikur tveggja hálfleika þar sem Blikarnir gátu nánast ekki keypt sér færi í fyrri hálfleik en fengu fullt af færum í seinni hálfleik. Katrín var spurð hvort þjálfararnir höfðu breytt einvherju í hálfleik.

Við ræddum um það að halda áfram með það sem við vorum að gera og vera með agaðri varnarleik. Sem við gerðum. Við náðum að opna þær meira í seinni hálfleik líklega því þær stigu ofar á völlinn. En við ætluðum ekki að breyta neinu þannig séð í hálfleik.

Katrín skoraði 2-0 fyrir Blika í seinni hálfleik en flaggið fór á loft. Katrín er ekki búin að sjá atvikið aftur en heyrir í kringum sig að dómurinn hafi mögulega verið ekki réttur.

Ég er ekki búin að skoða það en ég er búin að heyra frá öðrum að þetta hafi ekki verið rangstaða. En skiptir engu máli því við unnum 1-0 og það er það sem skiptir mig máli í dag.“

Eftir nokkra tapleiki í röð eftir bikarúrslitinn fóru titilvonir Blika en var markmiðið þá alltaf Meistaradeildin eftir þessa tapleiki?

Stefnan var Meistaradeildin eftir erfiðan Ágústmánuð. Við gerðum það vel.

Breiðablik vann Val tvisvar sinnum í sumar sem þýðir mögulega að það voru hinir leikirnir á leiktíðinni sem Breiðablik náðu ekki að klára til þess að verða Íslandsmeistarar.

Ágúst var ekki góður hjá okkur og þar voru nokkrir leikir þar sem við hefðum átt að gera betur. En persónulega finnst mér gaman að spila á móti Val. Ég elska að spila hérna á Hlíðarenda. Virkilega skemmtilegur völlur. En eins og ég segi að þá komum við sterkar eftir erfiðan Ágústmánuð og við gerðum það vel.

Verður Katrín Ásbjörnsdóttir ennþá hjá Breiðablik á næstu leiktíð?

Já ég á eitt ár eftir af samning þannig ég verð áfram hjá Breiðablik.“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, maður leiksins þegar Breiðablik vann Val 1-0 á Hlíðarenda.


Athugasemdir
banner
banner
banner