Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
banner
   fös 06. október 2023 23:54
Sölvi Haraldsson
Hetja Breiðabliks: Ég elska að spila á Hlíðarenda
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður virkilega vel. Sætustu sigrarnir eru þessir 1-0 sigrar þótt að við hefðum getað skorað og þær líka. Mjög góður leikur hjá okkur taktískt séð.“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, maður leiksins í dag þegar Breiðablik vann Val á útivelli 1-0 en það var Katrín sem skoraði sigurmarkið.


Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 Breiðablik

Leikurinn var leikur tveggja hálfleika þar sem Blikarnir gátu nánast ekki keypt sér færi í fyrri hálfleik en fengu fullt af færum í seinni hálfleik. Katrín var spurð hvort þjálfararnir höfðu breytt einvherju í hálfleik.

Við ræddum um það að halda áfram með það sem við vorum að gera og vera með agaðri varnarleik. Sem við gerðum. Við náðum að opna þær meira í seinni hálfleik líklega því þær stigu ofar á völlinn. En við ætluðum ekki að breyta neinu þannig séð í hálfleik.

Katrín skoraði 2-0 fyrir Blika í seinni hálfleik en flaggið fór á loft. Katrín er ekki búin að sjá atvikið aftur en heyrir í kringum sig að dómurinn hafi mögulega verið ekki réttur.

Ég er ekki búin að skoða það en ég er búin að heyra frá öðrum að þetta hafi ekki verið rangstaða. En skiptir engu máli því við unnum 1-0 og það er það sem skiptir mig máli í dag.“

Eftir nokkra tapleiki í röð eftir bikarúrslitinn fóru titilvonir Blika en var markmiðið þá alltaf Meistaradeildin eftir þessa tapleiki?

Stefnan var Meistaradeildin eftir erfiðan Ágústmánuð. Við gerðum það vel.

Breiðablik vann Val tvisvar sinnum í sumar sem þýðir mögulega að það voru hinir leikirnir á leiktíðinni sem Breiðablik náðu ekki að klára til þess að verða Íslandsmeistarar.

Ágúst var ekki góður hjá okkur og þar voru nokkrir leikir þar sem við hefðum átt að gera betur. En persónulega finnst mér gaman að spila á móti Val. Ég elska að spila hérna á Hlíðarenda. Virkilega skemmtilegur völlur. En eins og ég segi að þá komum við sterkar eftir erfiðan Ágústmánuð og við gerðum það vel.

Verður Katrín Ásbjörnsdóttir ennþá hjá Breiðablik á næstu leiktíð?

Já ég á eitt ár eftir af samning þannig ég verð áfram hjá Breiðablik.“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, maður leiksins þegar Breiðablik vann Val 1-0 á Hlíðarenda.


Athugasemdir