Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
   fös 06. október 2023 23:54
Sölvi Haraldsson
Hetja Breiðabliks: Ég elska að spila á Hlíðarenda
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður virkilega vel. Sætustu sigrarnir eru þessir 1-0 sigrar þótt að við hefðum getað skorað og þær líka. Mjög góður leikur hjá okkur taktískt séð.“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, maður leiksins í dag þegar Breiðablik vann Val á útivelli 1-0 en það var Katrín sem skoraði sigurmarkið.


Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 Breiðablik

Leikurinn var leikur tveggja hálfleika þar sem Blikarnir gátu nánast ekki keypt sér færi í fyrri hálfleik en fengu fullt af færum í seinni hálfleik. Katrín var spurð hvort þjálfararnir höfðu breytt einvherju í hálfleik.

Við ræddum um það að halda áfram með það sem við vorum að gera og vera með agaðri varnarleik. Sem við gerðum. Við náðum að opna þær meira í seinni hálfleik líklega því þær stigu ofar á völlinn. En við ætluðum ekki að breyta neinu þannig séð í hálfleik.

Katrín skoraði 2-0 fyrir Blika í seinni hálfleik en flaggið fór á loft. Katrín er ekki búin að sjá atvikið aftur en heyrir í kringum sig að dómurinn hafi mögulega verið ekki réttur.

Ég er ekki búin að skoða það en ég er búin að heyra frá öðrum að þetta hafi ekki verið rangstaða. En skiptir engu máli því við unnum 1-0 og það er það sem skiptir mig máli í dag.“

Eftir nokkra tapleiki í röð eftir bikarúrslitinn fóru titilvonir Blika en var markmiðið þá alltaf Meistaradeildin eftir þessa tapleiki?

Stefnan var Meistaradeildin eftir erfiðan Ágústmánuð. Við gerðum það vel.

Breiðablik vann Val tvisvar sinnum í sumar sem þýðir mögulega að það voru hinir leikirnir á leiktíðinni sem Breiðablik náðu ekki að klára til þess að verða Íslandsmeistarar.

Ágúst var ekki góður hjá okkur og þar voru nokkrir leikir þar sem við hefðum átt að gera betur. En persónulega finnst mér gaman að spila á móti Val. Ég elska að spila hérna á Hlíðarenda. Virkilega skemmtilegur völlur. En eins og ég segi að þá komum við sterkar eftir erfiðan Ágústmánuð og við gerðum það vel.

Verður Katrín Ásbjörnsdóttir ennþá hjá Breiðablik á næstu leiktíð?

Já ég á eitt ár eftir af samning þannig ég verð áfram hjá Breiðablik.“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, maður leiksins þegar Breiðablik vann Val 1-0 á Hlíðarenda.


Athugasemdir
banner
banner