Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
   sun 06. október 2024 19:10
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deildin: Víkingur missteig sig - Fylkir fellur eftir dramatík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur leikjum var að ljúka í Bestu deild karla þar sem spennan er ótrúleg á lokametrunum. Það litu afar dramatísk úrslit dagsins ljós í leikjum dagsins, þar sem titilbaráttulið Víkings R. rétt marði jafntefli á heimavelli gegn Stjörnunni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Stjarnan

Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleikinn í Víkinni þar sem bæði lið fengu góð færi til að skora sem tókst ekki að nýta.

Síðari hálfleikurinn var svipaður framan af, allt þar til á 75. mínútu þegar Emil Atlason skoraði stórglæsilegt mark með skoti af eigin vallarhelmingi. Hann sá Pálma Rafn Arinbjörnsson markvörð vera kominn langt út úr vítateig Víkinga og skoraði með skoti fyrir aftan miðju í skyndisókn eftir mislukkaða hornspyrnu hjá Víkingum.

Það tók Víking aðeins níu mínútur að gera jöfnunarmark, þegar Viktor Örlygur Andrason skoraði eftir atgang í vítateig Garðbæinga. Óskar Örn Hauksson gerði vel að pota boltanum til Viktors, sem lék á einn varnarmann áður en hann negldi boltanum í þaknetið.

Stjörnumenn eru í harðri baráttu um síðasta Evrópusætið og ætluðu sér sigur í dag. Þeir áttu skot í stöng skömmu eftir jöfnunarmark Viktors og tóku þeir svo forystuna á ný á 89. mínútu leiksins. Þar skoraði Hilmar Árni Halldórsson laglegt mark eftir fullkominn undirbúning frá Óla Val Ómarssyni sem var gríðarlega öflugur í leiknum.

Margir héldu að þetta væri sigurmark leiksins en raunin varð önnur, þar sem gamla kempan Óskar Örn kom boltanum í netið á 96. mínútu til að jafna stöðuna í 2-2. Hann átti fast skot utan teigs sem endaði í netinu eftir að hafa haft viðkomu í varnarmanni.

Lokatölur 2-2 eftir gríðarlega spennandi lokakafla. Víkingur er nú aðeins með eins stigs forystu á Breiðablik í titilbaráttunni á meðan Stjarnan er búin að jafna Val á stigum í síðasta Evrópusætinu.

Víkingur R. 2 - 2 Stjarnan
0-1 Emil Atlason ('75)
1-1 Viktor Örlygur Andrason ('84)
1-2 Hilmar Árni Halldórsson ('89)
2-2 Óskar Örn Hauksson ('96)

Í fallbaráttunni tók HK á móti botnliði Fylkis og virtust Árbæingar ætla að landa langþráðum og lífsnauðsynlegum sigri í Kópavogi, allt þar til HK-ingar gerðu afar dramatískt jöfnunarmark á 98. mínútu.

Lestu um leikinn: HK 2 - 2 Fylkir

Leikurinn var gríðarlega fjörugur þar sem bæði lið voru vaðandi í færum. HK leiddi 1-0 í leikhlé en Fylkir sneri stöðunni við í síðari hálfleik, án þess að takast þó að landa sigrinum dýrmæta.

Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis missti stjórnar á skapinu eftir jöfnunarmark Brynjars Snæs Pálssonar á 98. mínútu og var rekinn af velli. Hann hefur verið ósáttur með uppbótartímann þar sem aðeins var bætt 6 mínútum við en jöfnunarmarkið kom síðar.

Þetta þýðir að Fylkir fellur niður í Lengjudeildina en HK er enn í harðri baráttu við Vestra og KR um sæti í Bestu deildinni.

Það má búast við skemmtilegum viðtölum úr Kópavogi.

HK 2 - 2 Fylkir
1-0 Birkir Eyþórsson ('45 , sjálfsmark)
1-1 Þóroddur Víkingsson ('47)
1-2 Benedikt Daríus Garðarsson ('59)
2-2 Brynjar Snær Pálsson ('98)
Athugasemdir
banner
banner
banner