Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 06. nóvember 2019 17:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Evrópudeildin: Bakfallsspyrna tryggði Vitoria stig gegn Arsenal
Stjórar liðanna. Unai Emery (fjær) tekst ill að ná í sigra undanfarið.
Stjórar liðanna. Unai Emery (fjær) tekst ill að ná í sigra undanfarið.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Vitoria 1 - 1 Arsenal
0-1 Skhodran Mustafi ('80 )
1-1 Bruno Duarte (90+1 )

Arsenal mætti Vitoria í Evrópudeildinni í leik sem hófst skömmu fyrir klukkan 16:00. Leikurinn var fjórði leikur liðanna í riðlinum og fyrir leikinn var Arsenal með fullt hús stiga á toppi riðilsins en Vitoria án stiga í botnsæti riðilsins.

Arsenal var langt í frá sannfærandi í fyrri hálfleik í leiknum í dag Vitoria sótti meira þó Arsenal hafi haldið boltanum betur. Arsenal átti tvær marktilraunir gegn tveimur hjá heimamönnum í hálfleiknum.

Leikurinn var jafnari í seinni hálfleik en Arsenal hélt áfram boltanum betur. Fyrsta mark leiksins kom á 80. mínútu þegar Skhodran Mustafi skallaði aukaspyrnu Nicolas Pepe í netið. Mustafi stýrði boltanum vel í netið.

Heimamenn gáfust ekki upp og á 91. mínútu jöfnuðu þeir leikinn. Bruno Duarte skoraði þá með bakfallsspyrnu eftir góða sókn. Bakfallsspyrnan af stuttu færi og mjög vel heppnuð. Heimamenn sóttu meira í restina en tókst ekki að koma inn öðru marki og jafntefli því niðurstaðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner