Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 06. nóvember 2019 21:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Son sendi Gomes afsökunarbeiðni eftir fyrra markið sitt
Tottenham leiðir 0-3 gegn Rauðu Stjörnunni í Meistaradeild Evrópu, leikið er í Belgrad í Serbíu. Giovani Lo Celso skoraði fyrsta mark leiksins en Heung-min Son skoraði seinni tvö.

Son, eins og flestir vita, fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Andre Gomes í leiknum gegn Everton á sunnudag.

Gomes lenti á Serge Aurier í kjölfar brotsins og ökklabrotnaði við höggið. Gomes verður líklega frá í ár vegna meiðslanna.

Son ákvað að fagna ekki eftir fyrra markið sitt heldur sendi Andre Gomes afsökunarbeiðni í beinni útsendingu. Kveðju Son má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner