Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 06. nóvember 2020 14:07
Magnús Már Einarsson
Alfreð hjálpaði til við að skipuleggja æfingabúðir Íslands
Icelandair
Alfreð Finnbogason framherji Augsburg og íslenska landsliðsins.
Alfreð Finnbogason framherji Augsburg og íslenska landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason, framherji íslenska landsliðsins og Augsburg, hjálpaði KSÍ við að skipuleggja æfingabúðir á æfingasvæði þýska félagsins fyrir leikinn gegn Ungverjum í næstu viku.

Íslenski hópurinn verður allur kominn saman í Þýskalandi á mánudag og æfir á æfingasvæði Augsburg áður en flogið verður yfir til Búdapest í Ungverjalandi á miðvikudaginn.

„Við tókum þá ákvörðun að æfa fram að leik í Augsburg. Fyrir það fyrsta eigum við ekki æfingaaðstöðu á Íslandi og í öðru lagi er bannað að æfa á Íslandi," sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, á fréttamannafundi í dag.

„Við ákváðum að vera annars staðar og Munchen eða Augsburg varð fyrir valinu. Það eru nokkuð öflugar flugsamgöngur og leikmenn geta komist sem fyrst til móts við landsliðið."

„Menn hjá Augsburg voru mjög jákvæðir að taka á móti okkur. Það er ekki sjálfsagt og við þökkum þeim klárlega fyrir. Alfreð Finnbogason á sinn þátt í því og hefur verið okkur innan handar í löngum undirbúningi að þessu verkefni. Við í þjálfarateyminu viljum líka koma því á framfæri að starfsfólk á skrifstofu KSÍ hefur unnið mjög gott starf við skipulagningu."


Leikmennirnir úr Pepsi Max-deildinni í toppstandi
Hannes Þór Halldórsson, Kári Árnason og Birkir Már Sævarsson hafa ekkert spilað síðan í síðasta landsliðsverkefni og þeir hafa einnig ekki mátt æfa venjulega undanfarna daga samkvæmt reglum á Íslandi.

„Þeir hafa að sjálfsögðu æft en eftir reglugeðrum. Þeir hafa æft eins vel og kostur er á. Við erum heppnir að því leytinu til að þetta eru fullorðnir menn sem hafa reynslu og eru agaðir í því sem þeir gera. Þetta eru ekki kjöraðstæður en þeir hafa nýtt tímann vel. Þeir hafa farið eftir því sem við báðum þá að gera og þeir koma í fínu standi hérna til Augsburg á sunnudaginn," sagði Freyr.
Athugasemdir
banner
banner
banner