Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   fös 06. nóvember 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Stórleikir á sunnudag
Sassuolo getur komið sér á topp ítölsku Serie A deildarinnar með sigri gegn Udinese í kvöld. Hægt er að búast við fjörugri viðureign og verður hún sýnd beint á Stöð 2 Sport 4, en Gerard Deulofeu byrjaði síðasta leik hjá Udinese án þess að takast að hafa mikil áhrif gegn sínu fyrrum félagi Milan.

Sjöunda umferðin fer fram um helgina og er nokkuð um stórleiki. Á morgun á Cagliari heimaleik við lærisveina Claudio Ranieri í Sampdoria áður en Benevento og Spezia mætast í nýliðaslag. Báðir þessir leikir verða sýndir í beinni.

Stórleikirnir eru á sunnudag þar sem Lazio tekur á móti Juventus fyrir viðureign Atalanta gegn Inter. Þar er hægt að búast við gríðarlega áhugaverðum leikjum á milli fjögurra bestu liða deildarinnar frá síðustu leiktíð.

Napoli heimsækir svo Bologna í beinni útsendingu áður en topplið Milan tekur á móti Verona.

Föstudagur:
19:45 Sassuolo - Udinese (Stöð 2 Sport 4)

Laugardagur:
14:00 Cagliari - Sampdoria (Stöð 2 Sport 4)
17:00 Benevento - Spezia (Stöð 2 Sport 4)
19:45 Parma - Fiorentina

Sunnudagur:
11:30 Lazio - Juventus (Stöð 2 Sport 2)
14:00 Atalanta - Inter (Stöð 2 Sport 2)
14:00 Genoa - Roma
14:00 Torino - Crotone
17:00 Bologna - Napoli (Stöð 2 Sport 4)
19:45 Milan - Verona
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 10 3 5 2 12 12 0 14
11 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
12 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
13 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
14 Cagliari 10 2 3 5 9 14 -5 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
17 Pisa 10 0 6 4 7 14 -7 6
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir