Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 06. nóvember 2024 23:33
Brynjar Ingi Erluson
Ósáttur Arteta: Illa farið með okkur
Mynd: EPA
Mikel Arteta, stjóri Arsenal á Englandi, var allt annað en sáttur við tvö atvik sem áttu sér stað í 1-0 tapi liðsins gegn Inter í Meistaradeildinni í kvöld.

Hakan Calhanoglu skoraði eina markið í leiknum úr vítaspyrnu eftir að Mikel Merino handlék boltann í teignum.

Mehdi Taremi notaði hælinn til þess að sparka boltanum aftur fyrir sig og fór hann þaðan í höndina á Merino. Strangur dómur en fyrr í leiknum fékk Arsenal ekki vítaspyrnu þegar Yann Sommer kýldi Merino í andlitið í teignum.

„Ég er ótrúlega stoltur af leikmönnunum, hvernig við náðum að vera með öll völd á leiknum. Mér fannst illa farið með okkur í fremur augljósri merkingu. í báðum vítaspyrnunum.“

„Ef þú ætlar að gefa víti þá verður þú að gefa fyrir það þegar hann kýlir hann í hausinn. Boltinn fer ekki af neinum og það er ekkert sem þú getur gert í teignum til að komast frá þessu. Ef hann ætlar að gefa víti á það þá er hitt 100 prósent víti.“

„Við áttum að skora nokkur mörk en við að minnsta kosti spiluðum eins og við erum vanir. Ákvarðanir í teignum réðu úrslitum.“

„Við getum farið í leikinn gegn Chelsea og unnið, svona miðað við hvernig við spiluðum í kvöld,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner