Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 06. desember 2021 19:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stuðningsmenn Everton mótmæla - Ætla að yfirgefa völlinn
Goodison Park
Goodison Park
Mynd: Matt West/BPI
Everton fær Arsenal í heimsókn kl 20 í kvöld. Það hefur gengið illa að undanförnu en liðið hefur ekki unnið í átta síðustu leikjum.

Sjá einnig:
Brands hættir sem yfirmaður fótboltamála hjá Everton

Sætið er orðið ansi heitt undir Rafa Benitez stjóra liðsins. Það er mikið í gangi á bakvið tjöldin en Marcel Brands hætti sem yfirmaður fótboltamála hjá félaginu í gær.

Samkvæmt Football Insider vill Benítez fá Grétar burt frá félaginu og taka sjálfur fulla stjórn á leikmannakaupum fyrir komandi janúarglugga.

Sjá einnig:
Benitez sagður vilja Grétar Rafn burt - Átök bakvið tjöldin

„Spánverjinn vann valdabaráttu sína við Brands og vill styrkja völd sín enn frekar með því losna við Grétar. Samkvæmt heimildarmanni okkar er Benítez með jafnvel lægra álit á Grétari en Brands," segir í umfjöllun Football Insider.

Stuðningsmenn Everton gáfu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem segir að þeir ætli að yfirgefa völlinn á 27. mínútu í dag.

„Stuðningsmenn Everton munu standa upp úr sætum sínum á 27. mínútu í kvöld þar sem við viljum breytingar hjá Everton. Við viljum biðja alla að taka þátt í þessu. Við biðjum ykkur að halda Goodison öruggum á meðan á þessu stendur," segir meðal annars í yfirlýsingunni.

Rafa Benitez var spurður út í mótmælin fyrir leikinn.

„Þeir vona að við gerum vel, þetta er erfiður tími en við verðum að gera hlutina rétt. Ef við gerum það verðum við hægt og rólega betri."

„Við verðum að vera saman í þessu, allir vita hvernig Goodison Park er þegar aðdáendurnir styðja við liðið. Við verðum að búa til góða stemningu og það er í höndum okkar á vellinum að gera það. Stuðningsmennirnir eru lykillinn í árangrinum okkar svo ef þeir styðja við okkur verðum við betri," sagði Bentiez.
Athugasemdir
banner
banner