Kristófer Jónsson er tvítugur miðjumaður sem var keyptur frá Val til ítalska félagsins Triestina í sumar.
Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við ítalska félagið sem er í þriðju efstu deild.
Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við ítalska félagið sem er í þriðju efstu deild.
Kristófer hefur til þessa ekkert spilað með ítalska félaginu frá komu sinni. Það er vegna meiðsla á hné.
„Ég hef verið meiddur frá því ég kom, þetta er hné vandamál sem kom upp á síðasta tímabili en varð slæmt í sumar. Þetta er búið að taka miklu lengri tíma en búist var við," sagði Kristófer.
„En þetta er að líta betur út núna og ég ætti að geta byrjað að æfa eitthvað með liðinu í janúar. Þeir vissu af þessu vandamáli þegar ég fór í læknisskoðunina í haust, sáu þar að þetta ætti ekki að verða neitt stórmál. Þetta er týpískt „jumpers hnee", oft erfitt að meðhöndla það," sagði Kristófer.
Triestina er í 3. sæti A-riðils í C-deildinni eftir sextán umferðir, fimm stigum frá Mantova sem er á toppnum.
Athugasemdir